Virkjun í hverra þágu? Smári McCarthy skrifar 9. ágúst 2019 14:29 Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Smári McCarthy Umhverfismál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar