Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júní 2019 10:45 Henry Cejudo með leikmuni. Vísir/Getty UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira