Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í riðli með Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi í riðli í undankeppni EM 2020. Dregið var í Kaupmannahöfn í dag. Mótið á næsta ári verður haldið í Noregi og Danmörku.
Frakkar eru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar svo Ísland hefði ekki getað fengið erfiðari andstæðing úr 1. styrkleikaflokki. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokknum.
Leikið er heima og að heiman. Riðlarnir eru sjö og komast tvö efstu liðin í lokakeppnina, sem og liðin sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna.
Ísland komst á EM 2010 og 2012 en hefur ekki komist í lokakeppnina síðan þá.
Ísland með heims- og Evrópumeisturunum í riðli
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
