Haukur Helgi Pálsson og félagar í rússneska körfuboltaliðinu UNICS Kazan unnu fyrsta leik sinn í deildinni gegn Astana í dag.
Heimamenn í Unics unnu báða leikhlutana í fyrri hálfleik og voru 37-27 yfir í hálfleik. Gestunum gekk illa að klóra í bakkann í seinni hálfleik og lauk leiknum með 81-72 sigri Kazan.
Haukur Helgi skoraði sjö stig á þeim rúmu 20 mínútum sem hann spilaði. Hann tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar.
Næsti leikur Unics í deildinni er gegn botnliði Kalev.
Haukur byrjaði á sigri í Rússlandi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



