„Það er alltaf eitthvað en ekkert sem ég hef miklar áhyggjur af,“ sagði Gunnar um meiðslin í dag en ekki var að sjá að nokkuð plagaði hann.
„Ég meiddi mig aðeins í öxlinni eða rifbeinunum. Það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Við dílum við það eftir bardagann,“ sagði Gunnar og glotti við tönn.
Gunnar hefur æft af fullum krafti síðustu daga og ætti að vera í toppstandi er kemur að stóru stundinni. Eftir að hafa gefið fjölda viðtala í gær var farið að æfa með Dananum Nicolas Dalby en sá er einnig að berjast um helgina.