Gunnar Nelson og Eygló Ósk eru andlit samfélagsmiðlaherferðarinnar „Hreinn árangur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 16:00 Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun. Mynd/hreinnarangur.is. Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Íþróttir Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.
Íþróttir Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sjá meira