Starfsumhverfi og kulnun Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:23 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um vinnutengda kulnun og streitu í íslensku samfélagi. Vinnustaðurinn hefur bein áhrif á líkamlega, fjárhagslega og félagslega velferð starfsmanna og þar með heilsu fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Vinnustaðurinn býður því upp á kjörið umhverfi og innviði til að efla heilsu stórs hóps. En hvaða þættir í starfsumhverfinu eru það sem geta verndað og eflt heilsu starfsmanna? Heilbrigt starfsumhverfi eflir vellíðan starfsfólks en að mörgu er að huga til þess að starfsumhverfið sé heilsueflandi og heilsuverndandi. Stjórnendur spila lykilhlutverk í góðu starfsumhverfi en þeir geta verið þáttur í því hversu mikið vinnuálag starfsfólk upplifir, sem getur haft áhrif á heilsu starfsfólks á vinnustaðnum. Heilsueflandi forysta styður við heilbrigt starfsumhverfi en rannsóknir hafa endurtekið sýnt að það eru áherslur stjórnenda sem fyrst og fremst tengjast líðan starfsmanna og heilbrigði þeirra. Með heilsueflandi forystu geta leiðtogar stutt heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita úrræðamiðuð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk til þess að styðja við heilsu þeirra. Hægt er að koma í veg fyrir mögulegar neikvæðar afleiðingar hættulegra vinnuskilyrða, til dæmis kulnun með því að breyta vinnuskilyrðum á heilsustyðjandi hátt. Viðhorf stjórnenda til heilsu og líðan starfsfólks er því mikilvægt og getur ýtt undir vellíðan og heilbrigði starfsfólks. Í heilbrigðu starfsumhverfi styðja stjórnendur við vellíðan starfsfólks með því að leggja áherslu á góð samskipti, stuðning, að starfsfólk hafi áhrif á eigin störf, þroskist í starfi og fái traust frá yfirmönnum og með því að leggja áherslu á heilsu og líðan. Stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki getur dregið úr álagi og stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur geti komið í veg fyrir kulnunareinkenni þar sem hann eflir áhuga og virkni í starfi og starfsánægju. Ef einstaklingur getur haft áhrif á eigin störf og upplifir félagslegan stuðning í starfi þá getur það haft áhrif á hvernig hann upplifir álag í starfi. Sálrænt álag í starfi mótast af samspili milli þeirra krafna sem fylgja starfinu og þeirra áhrifa sem einstaklingur getur haft til að mæta þessum kröfum. Ef þetta samspil er með neikvæðum formerkjum getur það leitt af sér viðvarandi streitu sem hefur langtímaafleiðingar á heilsu. Félagslegur stuðningur í starfi getur dregið úr neikvæðum áhrifum mikils álags og lítilla áhrifa á eigin störf. Einnig þegar starfsfólk upplifir meiri sálrænar kröfur, hefur lítil áhrif á eigin störf og upplifir lítinn félagslegan stuðning þá aukast líkurnar á þunglyndiseinkennum. Auk tengsla áhrifa á eigin störf við sálræna og andlega líðan hefur einnig verið sýnt fram á að að lítil starfsstjórn í vinnuumhverfi geti stuðlað að þróun kransæðasjúkdóma. Einnig getur vald til ákvarðanatöku bætt frammistöðu og starfsánægju og dregið úr tíðni fjarveru og starfsmannaveltu. Hvatning í starfi er árangursrík leið til að efla árangur skipulagsheilda og samfélaga og til að auka vellíðan einstaklinga. Hvatning hefur einnig áhrif á færni sem einstaklingar þróa með sér, störf og starfsferil þeirra og hvernig þeir nýta krafta sína. Vinna og einkalíf einstaklinga skarast og hafa gagnvirk áhrif á hvort annað. Rannsóknir hafa sýnt að togstreita á milli vinnu og einkalífs veldur neikvæðum líkamlegum og sálrænum áhrifum sem hafa neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks. Togstreita á milli vinnu og einkalífs getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks og aukið óánægju og streitu. Með samspili vinnu og einkalífs styðja stjórnendur við starfsfólk sitt og stuðla að vellíðan þess. Stuðningurinn getur falist í umhyggju, sveigjanleika í vinnu eins og sveigjanlegum vinnutíma og fjölskyldu- eða persónulegra leyfa. Hönnun starfsumhverfis getur einnig haft áhrif á vellíðan starfsfólks. Rannsóknir sýna í auknum mæli að ófullnægjandi gæði umhverfis innanhúss geti valdið veikindum, haft slæm áhrif á vellíðan og dregið úr framleiðni starfsfólks. Áhættuþættir á vinnustaðnum geta falið í sér margra klukkutíma tölvunotkun, viðvarandi óþægilegar höfuð- og handleggjastellingar, léleg sjónræn skilyrði sem hafa áhrif á augu og sjón, léleg lýsingarskilyrði og aðra neikvæða vinnutengda þætti. Einnig hefur verið sýnt fram á að kostnaður getur verið mikill vegna ófullnægjandi innanhúss umhverfisgæða. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að heilbrigðu starfsumhverfi. Gott starfsumhverfi er fjárfesting fyrir fyrirtæki en eins og fram hefur komið þá getur það eflt og verndað vellíðan starfsfólks og getur jafnframt haft jákvæð áhrif á framleiðni innan fyrirtækja. Stjórnendur eru þarna í lykilhlutverki með því að skapa góð vinnuskilyrði, veita starfsfólki stuðning, leggja áherslu á góð samskipti og með því að gera einstaklingum kleift að hafa áhrif á eigin störf.Höfundur er með MS próf í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um vinnutengda kulnun og streitu í íslensku samfélagi. Vinnustaðurinn hefur bein áhrif á líkamlega, fjárhagslega og félagslega velferð starfsmanna og þar með heilsu fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Vinnustaðurinn býður því upp á kjörið umhverfi og innviði til að efla heilsu stórs hóps. En hvaða þættir í starfsumhverfinu eru það sem geta verndað og eflt heilsu starfsmanna? Heilbrigt starfsumhverfi eflir vellíðan starfsfólks en að mörgu er að huga til þess að starfsumhverfið sé heilsueflandi og heilsuverndandi. Stjórnendur spila lykilhlutverk í góðu starfsumhverfi en þeir geta verið þáttur í því hversu mikið vinnuálag starfsfólk upplifir, sem getur haft áhrif á heilsu starfsfólks á vinnustaðnum. Heilsueflandi forysta styður við heilbrigt starfsumhverfi en rannsóknir hafa endurtekið sýnt að það eru áherslur stjórnenda sem fyrst og fremst tengjast líðan starfsmanna og heilbrigði þeirra. Með heilsueflandi forystu geta leiðtogar stutt heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita úrræðamiðuð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk til þess að styðja við heilsu þeirra. Hægt er að koma í veg fyrir mögulegar neikvæðar afleiðingar hættulegra vinnuskilyrða, til dæmis kulnun með því að breyta vinnuskilyrðum á heilsustyðjandi hátt. Viðhorf stjórnenda til heilsu og líðan starfsfólks er því mikilvægt og getur ýtt undir vellíðan og heilbrigði starfsfólks. Í heilbrigðu starfsumhverfi styðja stjórnendur við vellíðan starfsfólks með því að leggja áherslu á góð samskipti, stuðning, að starfsfólk hafi áhrif á eigin störf, þroskist í starfi og fái traust frá yfirmönnum og með því að leggja áherslu á heilsu og líðan. Stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki getur dregið úr álagi og stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur geti komið í veg fyrir kulnunareinkenni þar sem hann eflir áhuga og virkni í starfi og starfsánægju. Ef einstaklingur getur haft áhrif á eigin störf og upplifir félagslegan stuðning í starfi þá getur það haft áhrif á hvernig hann upplifir álag í starfi. Sálrænt álag í starfi mótast af samspili milli þeirra krafna sem fylgja starfinu og þeirra áhrifa sem einstaklingur getur haft til að mæta þessum kröfum. Ef þetta samspil er með neikvæðum formerkjum getur það leitt af sér viðvarandi streitu sem hefur langtímaafleiðingar á heilsu. Félagslegur stuðningur í starfi getur dregið úr neikvæðum áhrifum mikils álags og lítilla áhrifa á eigin störf. Einnig þegar starfsfólk upplifir meiri sálrænar kröfur, hefur lítil áhrif á eigin störf og upplifir lítinn félagslegan stuðning þá aukast líkurnar á þunglyndiseinkennum. Auk tengsla áhrifa á eigin störf við sálræna og andlega líðan hefur einnig verið sýnt fram á að að lítil starfsstjórn í vinnuumhverfi geti stuðlað að þróun kransæðasjúkdóma. Einnig getur vald til ákvarðanatöku bætt frammistöðu og starfsánægju og dregið úr tíðni fjarveru og starfsmannaveltu. Hvatning í starfi er árangursrík leið til að efla árangur skipulagsheilda og samfélaga og til að auka vellíðan einstaklinga. Hvatning hefur einnig áhrif á færni sem einstaklingar þróa með sér, störf og starfsferil þeirra og hvernig þeir nýta krafta sína. Vinna og einkalíf einstaklinga skarast og hafa gagnvirk áhrif á hvort annað. Rannsóknir hafa sýnt að togstreita á milli vinnu og einkalífs veldur neikvæðum líkamlegum og sálrænum áhrifum sem hafa neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks. Togstreita á milli vinnu og einkalífs getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks og aukið óánægju og streitu. Með samspili vinnu og einkalífs styðja stjórnendur við starfsfólk sitt og stuðla að vellíðan þess. Stuðningurinn getur falist í umhyggju, sveigjanleika í vinnu eins og sveigjanlegum vinnutíma og fjölskyldu- eða persónulegra leyfa. Hönnun starfsumhverfis getur einnig haft áhrif á vellíðan starfsfólks. Rannsóknir sýna í auknum mæli að ófullnægjandi gæði umhverfis innanhúss geti valdið veikindum, haft slæm áhrif á vellíðan og dregið úr framleiðni starfsfólks. Áhættuþættir á vinnustaðnum geta falið í sér margra klukkutíma tölvunotkun, viðvarandi óþægilegar höfuð- og handleggjastellingar, léleg sjónræn skilyrði sem hafa áhrif á augu og sjón, léleg lýsingarskilyrði og aðra neikvæða vinnutengda þætti. Einnig hefur verið sýnt fram á að kostnaður getur verið mikill vegna ófullnægjandi innanhúss umhverfisgæða. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að heilbrigðu starfsumhverfi. Gott starfsumhverfi er fjárfesting fyrir fyrirtæki en eins og fram hefur komið þá getur það eflt og verndað vellíðan starfsfólks og getur jafnframt haft jákvæð áhrif á framleiðni innan fyrirtækja. Stjórnendur eru þarna í lykilhlutverki með því að skapa góð vinnuskilyrði, veita starfsfólki stuðning, leggja áherslu á góð samskipti og með því að gera einstaklingum kleift að hafa áhrif á eigin störf.Höfundur er með MS próf í mannauðsstjórnun.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun