Fækkum „gráum dögum“ Jónas Guðmundsson skrifar 11. apríl 2019 08:27 Það er óneitanlega eitthvað bogið við það að hér á landi þar sem við státum okkur oft af almennum hreinleika skuli nánast árvisst þurfa að gera sérstakar ráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu vegna loftmengunar. Þessa „gráu daga“ sem svo eru stundum nefndir er fólk gjarnan hvatt til að nota almenningssamgöngur eða aðra mengunarlaus samgöngumáta fremur en einkabílinn og þegar verst lætur er þeim sem viðkvæmastir eru ráðlagt að halda sig innan dyra og jafnvel að loka gluggum. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari mengun en svifryk er þar mikill þáttur og samkvæmt mælingum er stór orsakavaldur þess útblástur frá ökutækjum. Önnur ástæða sem nefnd er er hátt hlutfall ökutækja sem búin eru nagladekkjum, en allt að 50% ökutækja í Reykjavík voru á negldum hjólbörðum þegar mest var í vetur. Vissulega eru nagldekk mikilvægur öryggisbúnaður við ákveðnar aðstæður sem og fyrir t.d. erlenda ökumenn sem óvanir eru akstri í snjó og hálku, en þær aðstæður skapast orðið mjög sjaldan á höfuðborgarsvæðinu og þar í grennd. Því eru mörg ökutæki búin negldum hjólbörðum án þess að nagladekkin nýtist sem slík nema að litlu leyti þótt þau kunni vissulega að auka öryggistilfinningu ökumanna, og rétt að hafa í huga að aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara og hálka myndast. Mikill ókostur við nagladekk er hins vegar að þau rífa upp og slíta malbiki umtalsvert og valda með því svifryksmengun og tjöruagnir fara á flug auk alls þess mikla kostnaðar sem fellur til við viðhald gatna vegna slits af völdum naglanna. Þá valda nagladekk hljóðmengun auk lítið eitt aukinnar orkueyðslu ökutækja. Þess ber þó að geta að mikil þróun á sér stað í gerð hjólbarða, jafnt negldra sem ónegldra, og því er vonandi að þetta horfi til betri vegar. Norðmenn hafa brugðið á það ráð, til að koma til móts við annars vegar þá sem þurfa eða kjósa að aka um stærstu borgir á nagladekkjum og hins vegar þá hagsmuni sem felast í því að draga sem mest úr notkun þeirra, að leggja hóflegt gjald á þá sem nota nagladekkin innan borgarmarkanna. Hefur árangur af þessu verið góður og mikið dregið úr notkun þeirra í t.d. Osló. Til að þetta megi verða hérlendis þarf hins vegar sérstaka lagaheimild. Í drögum að frumvarpi til umferðarlaga sem nú er til meðferðar á Alþingi var gert ráð fyrir þessari heimild til handa sveitarfélögum og miðað við gjald allt að kr. 20.000 fyrir heilan vetur. Áður en frumvarpið var lagt fram í endanlegri mynd höfðu ákvæði um þessa heimild til gjaldtöku hins vegar verið tekin úr frumvarpinu. Telja verður flest mæla með að þessi heimild verði leidd í lög og síðan komi í ljós hvort sveitarfélögin, sem væntanlega verða einkum áhöfuðborgarsvæðinu og e.t.v. Suðurnesjum og jafnvel Akureyri, kjósi að beita henni. Slíkt yrði ekki gert án vandlegs undirbúnings og samráðs við fagaðila og ætti að vera möguleiki á ýmiss konar útfærslu þannig að sem best sátt gæti náðst. Raunar er í áætlun ríkisstjórnarinnar um loftgæði fyrir Ísland „Hreint loft til framtíðar“ sem út kom í nóvember 2017, sérstaklega tiltekið í kafla um markmið til að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 eins og nú er og niður í núll fyrir árslok 2029. Er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinni frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um heimild til gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra. Er vonandi að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem er með frumvarp til umferðarlaga til umfjöllunar hafi þetta í huga við afgreiðslu sína á því. Á fundi um málið sem Samgöngufélagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum komu ýmis áhugaverð og athyglisverð sjónarmið fram um notkun nagladekkja m.a. frá norsku Vegagerðinni. Geta áhugasamir nálgast glærur o.fl. upplýsingar frá fundinum á vef Samgöngufélagsins, www.samgongur.is/nagladekk. Þá geta þeir sem styðja hugmyndir um að sveitarfélögum verði heimiluð þessi gjaldtaka skráð nafn sitt á vefnum island.is á slóðinni https://listar.island.is/Stydjum/47Í lokin er svo vert að minna á að tímabili þessa vetrar sem heimilt er að nota nagladekk lýkur 15. apríl ár hvert.Höfundur er formaður Samgöngufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega eitthvað bogið við það að hér á landi þar sem við státum okkur oft af almennum hreinleika skuli nánast árvisst þurfa að gera sérstakar ráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu vegna loftmengunar. Þessa „gráu daga“ sem svo eru stundum nefndir er fólk gjarnan hvatt til að nota almenningssamgöngur eða aðra mengunarlaus samgöngumáta fremur en einkabílinn og þegar verst lætur er þeim sem viðkvæmastir eru ráðlagt að halda sig innan dyra og jafnvel að loka gluggum. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari mengun en svifryk er þar mikill þáttur og samkvæmt mælingum er stór orsakavaldur þess útblástur frá ökutækjum. Önnur ástæða sem nefnd er er hátt hlutfall ökutækja sem búin eru nagladekkjum, en allt að 50% ökutækja í Reykjavík voru á negldum hjólbörðum þegar mest var í vetur. Vissulega eru nagldekk mikilvægur öryggisbúnaður við ákveðnar aðstæður sem og fyrir t.d. erlenda ökumenn sem óvanir eru akstri í snjó og hálku, en þær aðstæður skapast orðið mjög sjaldan á höfuðborgarsvæðinu og þar í grennd. Því eru mörg ökutæki búin negldum hjólbörðum án þess að nagladekkin nýtist sem slík nema að litlu leyti þótt þau kunni vissulega að auka öryggistilfinningu ökumanna, og rétt að hafa í huga að aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara og hálka myndast. Mikill ókostur við nagladekk er hins vegar að þau rífa upp og slíta malbiki umtalsvert og valda með því svifryksmengun og tjöruagnir fara á flug auk alls þess mikla kostnaðar sem fellur til við viðhald gatna vegna slits af völdum naglanna. Þá valda nagladekk hljóðmengun auk lítið eitt aukinnar orkueyðslu ökutækja. Þess ber þó að geta að mikil þróun á sér stað í gerð hjólbarða, jafnt negldra sem ónegldra, og því er vonandi að þetta horfi til betri vegar. Norðmenn hafa brugðið á það ráð, til að koma til móts við annars vegar þá sem þurfa eða kjósa að aka um stærstu borgir á nagladekkjum og hins vegar þá hagsmuni sem felast í því að draga sem mest úr notkun þeirra, að leggja hóflegt gjald á þá sem nota nagladekkin innan borgarmarkanna. Hefur árangur af þessu verið góður og mikið dregið úr notkun þeirra í t.d. Osló. Til að þetta megi verða hérlendis þarf hins vegar sérstaka lagaheimild. Í drögum að frumvarpi til umferðarlaga sem nú er til meðferðar á Alþingi var gert ráð fyrir þessari heimild til handa sveitarfélögum og miðað við gjald allt að kr. 20.000 fyrir heilan vetur. Áður en frumvarpið var lagt fram í endanlegri mynd höfðu ákvæði um þessa heimild til gjaldtöku hins vegar verið tekin úr frumvarpinu. Telja verður flest mæla með að þessi heimild verði leidd í lög og síðan komi í ljós hvort sveitarfélögin, sem væntanlega verða einkum áhöfuðborgarsvæðinu og e.t.v. Suðurnesjum og jafnvel Akureyri, kjósi að beita henni. Slíkt yrði ekki gert án vandlegs undirbúnings og samráðs við fagaðila og ætti að vera möguleiki á ýmiss konar útfærslu þannig að sem best sátt gæti náðst. Raunar er í áætlun ríkisstjórnarinnar um loftgæði fyrir Ísland „Hreint loft til framtíðar“ sem út kom í nóvember 2017, sérstaklega tiltekið í kafla um markmið til að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 eins og nú er og niður í núll fyrir árslok 2029. Er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinni frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um heimild til gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra. Er vonandi að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem er með frumvarp til umferðarlaga til umfjöllunar hafi þetta í huga við afgreiðslu sína á því. Á fundi um málið sem Samgöngufélagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum komu ýmis áhugaverð og athyglisverð sjónarmið fram um notkun nagladekkja m.a. frá norsku Vegagerðinni. Geta áhugasamir nálgast glærur o.fl. upplýsingar frá fundinum á vef Samgöngufélagsins, www.samgongur.is/nagladekk. Þá geta þeir sem styðja hugmyndir um að sveitarfélögum verði heimiluð þessi gjaldtaka skráð nafn sitt á vefnum island.is á slóðinni https://listar.island.is/Stydjum/47Í lokin er svo vert að minna á að tímabili þessa vetrar sem heimilt er að nota nagladekk lýkur 15. apríl ár hvert.Höfundur er formaður Samgöngufélagsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun