Fækkum „gráum dögum“ Jónas Guðmundsson skrifar 11. apríl 2019 08:27 Það er óneitanlega eitthvað bogið við það að hér á landi þar sem við státum okkur oft af almennum hreinleika skuli nánast árvisst þurfa að gera sérstakar ráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu vegna loftmengunar. Þessa „gráu daga“ sem svo eru stundum nefndir er fólk gjarnan hvatt til að nota almenningssamgöngur eða aðra mengunarlaus samgöngumáta fremur en einkabílinn og þegar verst lætur er þeim sem viðkvæmastir eru ráðlagt að halda sig innan dyra og jafnvel að loka gluggum. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari mengun en svifryk er þar mikill þáttur og samkvæmt mælingum er stór orsakavaldur þess útblástur frá ökutækjum. Önnur ástæða sem nefnd er er hátt hlutfall ökutækja sem búin eru nagladekkjum, en allt að 50% ökutækja í Reykjavík voru á negldum hjólbörðum þegar mest var í vetur. Vissulega eru nagldekk mikilvægur öryggisbúnaður við ákveðnar aðstæður sem og fyrir t.d. erlenda ökumenn sem óvanir eru akstri í snjó og hálku, en þær aðstæður skapast orðið mjög sjaldan á höfuðborgarsvæðinu og þar í grennd. Því eru mörg ökutæki búin negldum hjólbörðum án þess að nagladekkin nýtist sem slík nema að litlu leyti þótt þau kunni vissulega að auka öryggistilfinningu ökumanna, og rétt að hafa í huga að aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara og hálka myndast. Mikill ókostur við nagladekk er hins vegar að þau rífa upp og slíta malbiki umtalsvert og valda með því svifryksmengun og tjöruagnir fara á flug auk alls þess mikla kostnaðar sem fellur til við viðhald gatna vegna slits af völdum naglanna. Þá valda nagladekk hljóðmengun auk lítið eitt aukinnar orkueyðslu ökutækja. Þess ber þó að geta að mikil þróun á sér stað í gerð hjólbarða, jafnt negldra sem ónegldra, og því er vonandi að þetta horfi til betri vegar. Norðmenn hafa brugðið á það ráð, til að koma til móts við annars vegar þá sem þurfa eða kjósa að aka um stærstu borgir á nagladekkjum og hins vegar þá hagsmuni sem felast í því að draga sem mest úr notkun þeirra, að leggja hóflegt gjald á þá sem nota nagladekkin innan borgarmarkanna. Hefur árangur af þessu verið góður og mikið dregið úr notkun þeirra í t.d. Osló. Til að þetta megi verða hérlendis þarf hins vegar sérstaka lagaheimild. Í drögum að frumvarpi til umferðarlaga sem nú er til meðferðar á Alþingi var gert ráð fyrir þessari heimild til handa sveitarfélögum og miðað við gjald allt að kr. 20.000 fyrir heilan vetur. Áður en frumvarpið var lagt fram í endanlegri mynd höfðu ákvæði um þessa heimild til gjaldtöku hins vegar verið tekin úr frumvarpinu. Telja verður flest mæla með að þessi heimild verði leidd í lög og síðan komi í ljós hvort sveitarfélögin, sem væntanlega verða einkum áhöfuðborgarsvæðinu og e.t.v. Suðurnesjum og jafnvel Akureyri, kjósi að beita henni. Slíkt yrði ekki gert án vandlegs undirbúnings og samráðs við fagaðila og ætti að vera möguleiki á ýmiss konar útfærslu þannig að sem best sátt gæti náðst. Raunar er í áætlun ríkisstjórnarinnar um loftgæði fyrir Ísland „Hreint loft til framtíðar“ sem út kom í nóvember 2017, sérstaklega tiltekið í kafla um markmið til að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 eins og nú er og niður í núll fyrir árslok 2029. Er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinni frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um heimild til gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra. Er vonandi að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem er með frumvarp til umferðarlaga til umfjöllunar hafi þetta í huga við afgreiðslu sína á því. Á fundi um málið sem Samgöngufélagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum komu ýmis áhugaverð og athyglisverð sjónarmið fram um notkun nagladekkja m.a. frá norsku Vegagerðinni. Geta áhugasamir nálgast glærur o.fl. upplýsingar frá fundinum á vef Samgöngufélagsins, www.samgongur.is/nagladekk. Þá geta þeir sem styðja hugmyndir um að sveitarfélögum verði heimiluð þessi gjaldtaka skráð nafn sitt á vefnum island.is á slóðinni https://listar.island.is/Stydjum/47Í lokin er svo vert að minna á að tímabili þessa vetrar sem heimilt er að nota nagladekk lýkur 15. apríl ár hvert.Höfundur er formaður Samgöngufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega eitthvað bogið við það að hér á landi þar sem við státum okkur oft af almennum hreinleika skuli nánast árvisst þurfa að gera sérstakar ráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu vegna loftmengunar. Þessa „gráu daga“ sem svo eru stundum nefndir er fólk gjarnan hvatt til að nota almenningssamgöngur eða aðra mengunarlaus samgöngumáta fremur en einkabílinn og þegar verst lætur er þeim sem viðkvæmastir eru ráðlagt að halda sig innan dyra og jafnvel að loka gluggum. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari mengun en svifryk er þar mikill þáttur og samkvæmt mælingum er stór orsakavaldur þess útblástur frá ökutækjum. Önnur ástæða sem nefnd er er hátt hlutfall ökutækja sem búin eru nagladekkjum, en allt að 50% ökutækja í Reykjavík voru á negldum hjólbörðum þegar mest var í vetur. Vissulega eru nagldekk mikilvægur öryggisbúnaður við ákveðnar aðstæður sem og fyrir t.d. erlenda ökumenn sem óvanir eru akstri í snjó og hálku, en þær aðstæður skapast orðið mjög sjaldan á höfuðborgarsvæðinu og þar í grennd. Því eru mörg ökutæki búin negldum hjólbörðum án þess að nagladekkin nýtist sem slík nema að litlu leyti þótt þau kunni vissulega að auka öryggistilfinningu ökumanna, og rétt að hafa í huga að aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara og hálka myndast. Mikill ókostur við nagladekk er hins vegar að þau rífa upp og slíta malbiki umtalsvert og valda með því svifryksmengun og tjöruagnir fara á flug auk alls þess mikla kostnaðar sem fellur til við viðhald gatna vegna slits af völdum naglanna. Þá valda nagladekk hljóðmengun auk lítið eitt aukinnar orkueyðslu ökutækja. Þess ber þó að geta að mikil þróun á sér stað í gerð hjólbarða, jafnt negldra sem ónegldra, og því er vonandi að þetta horfi til betri vegar. Norðmenn hafa brugðið á það ráð, til að koma til móts við annars vegar þá sem þurfa eða kjósa að aka um stærstu borgir á nagladekkjum og hins vegar þá hagsmuni sem felast í því að draga sem mest úr notkun þeirra, að leggja hóflegt gjald á þá sem nota nagladekkin innan borgarmarkanna. Hefur árangur af þessu verið góður og mikið dregið úr notkun þeirra í t.d. Osló. Til að þetta megi verða hérlendis þarf hins vegar sérstaka lagaheimild. Í drögum að frumvarpi til umferðarlaga sem nú er til meðferðar á Alþingi var gert ráð fyrir þessari heimild til handa sveitarfélögum og miðað við gjald allt að kr. 20.000 fyrir heilan vetur. Áður en frumvarpið var lagt fram í endanlegri mynd höfðu ákvæði um þessa heimild til gjaldtöku hins vegar verið tekin úr frumvarpinu. Telja verður flest mæla með að þessi heimild verði leidd í lög og síðan komi í ljós hvort sveitarfélögin, sem væntanlega verða einkum áhöfuðborgarsvæðinu og e.t.v. Suðurnesjum og jafnvel Akureyri, kjósi að beita henni. Slíkt yrði ekki gert án vandlegs undirbúnings og samráðs við fagaðila og ætti að vera möguleiki á ýmiss konar útfærslu þannig að sem best sátt gæti náðst. Raunar er í áætlun ríkisstjórnarinnar um loftgæði fyrir Ísland „Hreint loft til framtíðar“ sem út kom í nóvember 2017, sérstaklega tiltekið í kafla um markmið til að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 eins og nú er og niður í núll fyrir árslok 2029. Er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinni frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um heimild til gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra. Er vonandi að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem er með frumvarp til umferðarlaga til umfjöllunar hafi þetta í huga við afgreiðslu sína á því. Á fundi um málið sem Samgöngufélagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum komu ýmis áhugaverð og athyglisverð sjónarmið fram um notkun nagladekkja m.a. frá norsku Vegagerðinni. Geta áhugasamir nálgast glærur o.fl. upplýsingar frá fundinum á vef Samgöngufélagsins, www.samgongur.is/nagladekk. Þá geta þeir sem styðja hugmyndir um að sveitarfélögum verði heimiluð þessi gjaldtaka skráð nafn sitt á vefnum island.is á slóðinni https://listar.island.is/Stydjum/47Í lokin er svo vert að minna á að tímabili þessa vetrar sem heimilt er að nota nagladekk lýkur 15. apríl ár hvert.Höfundur er formaður Samgöngufélagsins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar