Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Elísa Björg Grímsdóttir skrifar 25. janúar 2019 08:59 Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun