Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 19:30 Dagur Sigurðsson hefur gaman að því að þjálfa Japan. vísir/tom Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00