Dalbrautarþorpið mitt og þitt Rannveig Ernudóttir skrifar 6. nóvember 2019 07:30 Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Rannveig Ernudóttir Reykjavík Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun