Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 10:45 Ísland stefnir nú hraðbyri á lista með löndum á borð við Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleiri ríkum hvar ætlað er að peningaþvætti sé stundað af miklum móð. Getty/Caspar Benson Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“ Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“
Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15