Öfundsýki eða innblástur? Þitt er valið Friðrik Agni skrifar 10. október 2019 12:06 Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar