Sunna keppir um heimsmeistaratitil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:30 Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir mynd/sóllilja baltasarsdóttir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41