Umfjöllun um frábæran sigur á Makedóníu: Strákarnir stóðust stóra prófið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 19:40 Arnór Þór Gunnarsson var geggjaður í kvöld með tíu mörk. vísir/epa Fyrsta markmiði er náð og það með stæl. Íslenska landsliðið er komið í milliriðla heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 24-22 sigur á ólseigum Makedóníumönnum. Íslensku strákarnir spiluðu hreint frábæra vörn, voru þolinmóðir og vissu að það myndi taka sinn tíma að landa þessum tveimur stigum á móti erfiðu og þrautreyndu liði Makedóníu sem spilar mögulega einn leiðinlegasta handbolta í heimi. Varnarleikurinn heldur áfram að vera aðalsmerki íslenska liðsins því 24 mörk er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þegar Ísland er enn eina ferðina yfir 20 löglegum stöðvunum og með Björgvin Pál í 37 prósent vörslu gerast góðir hlutir. Eins dapurt og útlitið var í hálfleik komu strákarnir eins og algjörir fagmenn inn í seinni hálfleikinn eftir að stilla aðeins strengina. Það var ekkert allt sett á hvolf, þvert á móti. Gummi lagaði aðeins til taktíkina en hafði trú á skipulaginu og það skilaði sigri.Strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/epaAuður en ekki ógildur Makedóníumenn byrjuðu leikinn eins og þeir spiluðu hann nánast allan, með sjö sóknarmenn. Það gaf auðvitað færi á marki í autt netiið en Arnór Þór Gunnarsson skoraði fyrstu tvö mörk Íslands yfir endilangan völlinn. Það gekk í raun betur að skora af þetta löngu færi því sóknarleikurinn var ekki til útflutnings í byrjun leiks. Fimm plús einn vörn Makedóníumanna gerði íslenska liðinu erfitt fyrir og skoraði Ísland ekki mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar að færi svo komu voru strákarnir að fara illa með þau, annað hvort að skjóta yfir eða lenda á Borko-veggnum í marki Makedóníu sem átti skínandi leik fyrir þá. Þar fer maður sem hefur séð þetta allt saman áður og kallar ekki allt mömmu sína. Þrátt fyrir mikið puð og púl við að koma boltanum í markið var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik sem þótti ágætt miðað við hvað illa gekk að koma blessuðum boltanum í markið.Arnar Freyr Arnarsson var engum líkur í varnarleiknum.vísir/epaVeggurinn Arnar Varnarleikur Íslands. Í raun ættu þessi tvö orð bara að duga til að lýsa þessu meistarastykki sem átti sér stað í Ólympíuhöllinni í München í dag. Það er ekkert grín að glíma við tvo ísskápa inn á línunni í þessu ömurlega þreytandi 7 á 6 bulli en okkar menn gerðu það með stæl. Elvar Örn Jónsson entist ekki lengi sem leikstjórnandi í leiknum heldur kom Gísli Þorgeir óhræddur inn eins og alltaf og skoraði eitt mark, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Elvar er þó ekki týpan sem grætur Björn bónda yfir einhverju svoleiðis heldur tekur hann bara varnarhlutverkinu af enn meiri festu. Guðmundur var byrjaður að skipta honum og Ólafi Gústafssyni inn og út í tvöfaldri skiptingu til að halda varnarleiknum gangandi og Elvar heldur áfram að heilla í bakverðinum. Varnarstjarna dagsins var þó Arnar Freyr Arnarsson sem hefur mögulega ekki spilað betri leik í vörn nokkurs liðs á ferlinum. Kannski aðeins of stór orð en missum okkur aðeins í gleðinni. Eftir að spila yfir 51 mínútu síðast í gær stóð þessi tveggja metra og ríflega hundrað kílóa heljarmenni eins og kóngur í hjarta varnarinnar og stöðvaði skyttur Markedóníu trekk í trekk. Níu löglegum stöðvunum og einu vörðu skoti síðar átti hann kvöldið.Elvar Örn Jónsson er að spila vörn eins og reynslubolti.vísir/epaNýr dagur - ný markmið Í hálfleik var Ísland á leið til Kölnar í Forsetabikarinn í fyrsta sinn í sögunni. Mótið sem er eins og krakkaborðið í fermingarveislunni. Það þarf að vera þar en enginn nennir að vera í kringum það. Íslenska liðið er á leið til Kölnar samt sem áður en að spila við Þýskaland, Brasilíu og Frakkland í milliriðli og er búið að geirnegla sig í topp tólf á heimsmeistaramótinu sem var fyrsta markmið. Nú þurfa þessir drengir að passa sig að vera áfram hungraðir. Tvö stig á móti Makedóníu og að fara stigalausir í milliriðil á ekki að gera nokkurn mann saddan þó gleðin sé við völd í kvöld. Þessir strákar hafa sýnt að þeir vilja meira. Miklu meira. Og hvað gæti mögulega verið meira en að stríða sjálfri heimaþjóðinni Þýskalandi á laugardaginn fyrir fullu húsi í Köln. Það verður erfitt en okkar menn eru alveg til í að skemma þetta þýska partí. Sjöunda sætið gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu og það ætti að vera næsta markmið okkar manna. Sjáumst í Köln. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04 Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Fyrsta markmiði er náð og það með stæl. Íslenska landsliðið er komið í milliriðla heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 24-22 sigur á ólseigum Makedóníumönnum. Íslensku strákarnir spiluðu hreint frábæra vörn, voru þolinmóðir og vissu að það myndi taka sinn tíma að landa þessum tveimur stigum á móti erfiðu og þrautreyndu liði Makedóníu sem spilar mögulega einn leiðinlegasta handbolta í heimi. Varnarleikurinn heldur áfram að vera aðalsmerki íslenska liðsins því 24 mörk er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þegar Ísland er enn eina ferðina yfir 20 löglegum stöðvunum og með Björgvin Pál í 37 prósent vörslu gerast góðir hlutir. Eins dapurt og útlitið var í hálfleik komu strákarnir eins og algjörir fagmenn inn í seinni hálfleikinn eftir að stilla aðeins strengina. Það var ekkert allt sett á hvolf, þvert á móti. Gummi lagaði aðeins til taktíkina en hafði trú á skipulaginu og það skilaði sigri.Strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/epaAuður en ekki ógildur Makedóníumenn byrjuðu leikinn eins og þeir spiluðu hann nánast allan, með sjö sóknarmenn. Það gaf auðvitað færi á marki í autt netiið en Arnór Þór Gunnarsson skoraði fyrstu tvö mörk Íslands yfir endilangan völlinn. Það gekk í raun betur að skora af þetta löngu færi því sóknarleikurinn var ekki til útflutnings í byrjun leiks. Fimm plús einn vörn Makedóníumanna gerði íslenska liðinu erfitt fyrir og skoraði Ísland ekki mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar að færi svo komu voru strákarnir að fara illa með þau, annað hvort að skjóta yfir eða lenda á Borko-veggnum í marki Makedóníu sem átti skínandi leik fyrir þá. Þar fer maður sem hefur séð þetta allt saman áður og kallar ekki allt mömmu sína. Þrátt fyrir mikið puð og púl við að koma boltanum í markið var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik sem þótti ágætt miðað við hvað illa gekk að koma blessuðum boltanum í markið.Arnar Freyr Arnarsson var engum líkur í varnarleiknum.vísir/epaVeggurinn Arnar Varnarleikur Íslands. Í raun ættu þessi tvö orð bara að duga til að lýsa þessu meistarastykki sem átti sér stað í Ólympíuhöllinni í München í dag. Það er ekkert grín að glíma við tvo ísskápa inn á línunni í þessu ömurlega þreytandi 7 á 6 bulli en okkar menn gerðu það með stæl. Elvar Örn Jónsson entist ekki lengi sem leikstjórnandi í leiknum heldur kom Gísli Þorgeir óhræddur inn eins og alltaf og skoraði eitt mark, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Elvar er þó ekki týpan sem grætur Björn bónda yfir einhverju svoleiðis heldur tekur hann bara varnarhlutverkinu af enn meiri festu. Guðmundur var byrjaður að skipta honum og Ólafi Gústafssyni inn og út í tvöfaldri skiptingu til að halda varnarleiknum gangandi og Elvar heldur áfram að heilla í bakverðinum. Varnarstjarna dagsins var þó Arnar Freyr Arnarsson sem hefur mögulega ekki spilað betri leik í vörn nokkurs liðs á ferlinum. Kannski aðeins of stór orð en missum okkur aðeins í gleðinni. Eftir að spila yfir 51 mínútu síðast í gær stóð þessi tveggja metra og ríflega hundrað kílóa heljarmenni eins og kóngur í hjarta varnarinnar og stöðvaði skyttur Markedóníu trekk í trekk. Níu löglegum stöðvunum og einu vörðu skoti síðar átti hann kvöldið.Elvar Örn Jónsson er að spila vörn eins og reynslubolti.vísir/epaNýr dagur - ný markmið Í hálfleik var Ísland á leið til Kölnar í Forsetabikarinn í fyrsta sinn í sögunni. Mótið sem er eins og krakkaborðið í fermingarveislunni. Það þarf að vera þar en enginn nennir að vera í kringum það. Íslenska liðið er á leið til Kölnar samt sem áður en að spila við Þýskaland, Brasilíu og Frakkland í milliriðli og er búið að geirnegla sig í topp tólf á heimsmeistaramótinu sem var fyrsta markmið. Nú þurfa þessir drengir að passa sig að vera áfram hungraðir. Tvö stig á móti Makedóníu og að fara stigalausir í milliriðil á ekki að gera nokkurn mann saddan þó gleðin sé við völd í kvöld. Þessir strákar hafa sýnt að þeir vilja meira. Miklu meira. Og hvað gæti mögulega verið meira en að stríða sjálfri heimaþjóðinni Þýskalandi á laugardaginn fyrir fullu húsi í Köln. Það verður erfitt en okkar menn eru alveg til í að skemma þetta þýska partí. Sjöunda sætið gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu og það ætti að vera næsta markmið okkar manna. Sjáumst í Köln.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04 Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04
Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00