Óskar telst langtekjuhæsti listamaðurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:00 Óskar Magnússon hefur átt langan feril í viðskiptalífinu; verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, auk þess að hafa verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Vísir/Eyþór Bóndinn, rithöfundurinn, athafnamaðurinn, lögmaðurinn og formaður Landssamtaka landeigenda Óskar Magnússon telst tekjuhæsti listamaðurinn á Íslandi á síðasta ári, ef marka má Tekjublað Frjálsrar Verslunar. Tekjur hans eru í nokkrum sérflokki meðal listamanna, voru áætlaðar rúmlega 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Síðasta bók hans, Verjandinn, kom út í lok árs 2016. Næstir á eftir honum koma tveir listamenn sem jafnframt má ætla að hafi þorra tekna sinna af öðrum störfum. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er jafnframt læknir og metsölurithöfundurinn Ragnar Jónasson var yfirlögfræðingur Gamma áður en hann færði sig yfir til Arion banka í upphafi árs. Tekjur Hauks eru sagðar hafa verið rúmar 2,2 milljónir á mánuði á síðasta ári og mánaðartekur Ragnars um 1,8 milljónir. Steinþór Hróar Steinþórsson er talinn hafa verið fjórði tekjuhæsti listamaðurinn á síðasta ári, með 1,7 milljónir á mánuði. Tekjur Björns Braga Arnarssonar eru áætlaðar næstum 1,5 milljónir á mánuði, rétt eins og leikstjórans Baltasars Kormáks. Fast á hæla þeirra fylgir svo fyndnasti maður Íslands árið 2000, Pétur Jóhann Sigfússon, með mánaðartekjur upp á rúmlega 1,4 milljónir.Pétur Jóhann Sigfússon fylgir fast á hæla Steinda Jr. og Baltasars Kormáks á tekjulistanum.Meðal annarra listamanna sem finna má í efri hluta tekjulistans eru Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússstjóri, og rithöfundurinn Iðunn Steinsdóttir. Þær eru báðar sagðar hafa verið með rúmlega 1,2 milljónir í mánaðartekjur á síðasta ári, sem gerir þær að tekjuhæstu konunum á listanum. Þá eru tekjur grínistanna Jóhanns Alfreðs Kristinssonar og Hugleiks Dagssonar sagðar hafa verið rúmlega milljón á mánuði á síðasta ári, rétt eins og söngvarans Helga Björnssonar og leikarans Arnar Árnasonar. Tekjur Jóns Gnarr, Ólafs Arnalds, Vilborgar Davíðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur eru jafnframt taldar sambærilegar, allar rétt rúmlega 800 þúsund krónur á mánuði. Á hinum enda listans má síðan sjá rithöfundinn Hallgrím Helgason, leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson og söngkonuna Ragnheiði Gröndal. Tekjur þeirra eru allar taldar hafa verið í kringum 240 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Rapparinn Erpur Eyvindarson, leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og starfsbróðir hennar Benedikt Erlingsson voru með tekjur í kringum 200 þúsund krónur á mánuði, ef marka má Tekjublaðið. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Bíó og sjónvarp Leikhús Tekjur Tónlist Tengdar fréttir Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45 Óskar Magnússon ætlar ekki að sækja um listamannalaun Óskar Magnússon á sér eftirtektarverðan feril en er til þess að gera nýr höfundur og til alls líklegur á þeim vettvangi. 20. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Bóndinn, rithöfundurinn, athafnamaðurinn, lögmaðurinn og formaður Landssamtaka landeigenda Óskar Magnússon telst tekjuhæsti listamaðurinn á Íslandi á síðasta ári, ef marka má Tekjublað Frjálsrar Verslunar. Tekjur hans eru í nokkrum sérflokki meðal listamanna, voru áætlaðar rúmlega 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Síðasta bók hans, Verjandinn, kom út í lok árs 2016. Næstir á eftir honum koma tveir listamenn sem jafnframt má ætla að hafi þorra tekna sinna af öðrum störfum. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er jafnframt læknir og metsölurithöfundurinn Ragnar Jónasson var yfirlögfræðingur Gamma áður en hann færði sig yfir til Arion banka í upphafi árs. Tekjur Hauks eru sagðar hafa verið rúmar 2,2 milljónir á mánuði á síðasta ári og mánaðartekur Ragnars um 1,8 milljónir. Steinþór Hróar Steinþórsson er talinn hafa verið fjórði tekjuhæsti listamaðurinn á síðasta ári, með 1,7 milljónir á mánuði. Tekjur Björns Braga Arnarssonar eru áætlaðar næstum 1,5 milljónir á mánuði, rétt eins og leikstjórans Baltasars Kormáks. Fast á hæla þeirra fylgir svo fyndnasti maður Íslands árið 2000, Pétur Jóhann Sigfússon, með mánaðartekjur upp á rúmlega 1,4 milljónir.Pétur Jóhann Sigfússon fylgir fast á hæla Steinda Jr. og Baltasars Kormáks á tekjulistanum.Meðal annarra listamanna sem finna má í efri hluta tekjulistans eru Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússstjóri, og rithöfundurinn Iðunn Steinsdóttir. Þær eru báðar sagðar hafa verið með rúmlega 1,2 milljónir í mánaðartekjur á síðasta ári, sem gerir þær að tekjuhæstu konunum á listanum. Þá eru tekjur grínistanna Jóhanns Alfreðs Kristinssonar og Hugleiks Dagssonar sagðar hafa verið rúmlega milljón á mánuði á síðasta ári, rétt eins og söngvarans Helga Björnssonar og leikarans Arnar Árnasonar. Tekjur Jóns Gnarr, Ólafs Arnalds, Vilborgar Davíðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur eru jafnframt taldar sambærilegar, allar rétt rúmlega 800 þúsund krónur á mánuði. Á hinum enda listans má síðan sjá rithöfundinn Hallgrím Helgason, leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson og söngkonuna Ragnheiði Gröndal. Tekjur þeirra eru allar taldar hafa verið í kringum 240 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Rapparinn Erpur Eyvindarson, leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og starfsbróðir hennar Benedikt Erlingsson voru með tekjur í kringum 200 þúsund krónur á mánuði, ef marka má Tekjublaðið. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
Bíó og sjónvarp Leikhús Tekjur Tónlist Tengdar fréttir Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45 Óskar Magnússon ætlar ekki að sækja um listamannalaun Óskar Magnússon á sér eftirtektarverðan feril en er til þess að gera nýr höfundur og til alls líklegur á þeim vettvangi. 20. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01
Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45
Óskar Magnússon ætlar ekki að sækja um listamannalaun Óskar Magnússon á sér eftirtektarverðan feril en er til þess að gera nýr höfundur og til alls líklegur á þeim vettvangi. 20. nóvember 2016 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent