Viðskipti innlent

Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veiðimaðurinn Vargurinn, eða Snorri Rafnsson, er sagður vera tekjuhæsti áhrifavaldur síðasta árs.
Veiðimaðurinn Vargurinn, eða Snorri Rafnsson, er sagður vera tekjuhæsti áhrifavaldur síðasta árs. Stefán Hilmarsson

Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar.

Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði.

Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.

Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár. Birgitta Líf

Neðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði.

Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði.

Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.