Erfiður skóli en ungt lið Íslands mun njóta góðs af reynslunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Guðmundur fer yfir málin með Elvari í gær. NORDICPHOTOS/EPA Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira