KR burstaði Grindavík | ÍR og Njarðvík einnig áfram í undanúrslitin Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 20:56 Kristófer var öflugur í kvöld. vísir/ernir KR er komið í undanúrslit Geysis-bikar karla eftir stórsigur á Grindavík, 95-65, er liðin áttust við í DHL-höllinni í kvöld. Njarðvík og Skallagrímur eru einnig komin áfram. Það var ekki mikil spenna í leik KR og Grindavíkur en KR var með góða forystu í hálfleik, 51-28. Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum með þrjátíu stiga mun. Julian Boyd átti frábæran leik í liði KR. Hann skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Kristófer Acox skoraði fimmtán stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Það var fátt um fína drætti í liði Grindavíkur. Lewis Clinch var stigahæstur með tuttugu stig en Jordy Kuiper var með ellefu stig og átta fráköst. Ingvi Þór Guðmundsson snéri aftur í lið Grindavíkur en hann gerði tvö stig í kvöld. Topplið Dominos-deildar karla, Njarðvík, lenti ekki í miklum vandræðum með Vestra á heimavelli. Lokatölur urðu 87-66 eftir að Njarðvík hafi verið 50-34 yfir í hálfleik. Þeir höfðu leikinn alltaf í hendi sér og sigurinn aldrei í hættu. Stigaskorið dreifðist vel hjá Njarðvík en stigahæstur var Elvar Már Friðriksson með fjórtán stig og sex fráköst. Næstur kom Mario Matasovic með þrettán stig og sjö fráköst. Nebojsa Knezevic var öflugastur í liði Vestra. Hann gerði átján stig auk þess að taka tíu fráköst en Jure Gunjina kom næstur með sautján stig og níu fráköst. Að auki gaf hann fimm stoðsendingar. Mesta spennan í leikjum kvöldsins var í Breiðholtinu er Skallagrímur vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 86-79. ÍR var tveimur stigum yfir í hálfleik, 45-43. Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilaði vel fyrir Breiðhyltinga í kvöld. Hann gerði 21 stig og tók þar að auki ellefu fráköst. Kevin Capers spilaði enn betur og gerði 27 stig og tók níu fráköst auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Aundre Jackson og Domogoj Samac voru markahæstir með tuttugu stig og Matej Buovac gerði sautján stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson gerði níu stig og tók sex fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
KR er komið í undanúrslit Geysis-bikar karla eftir stórsigur á Grindavík, 95-65, er liðin áttust við í DHL-höllinni í kvöld. Njarðvík og Skallagrímur eru einnig komin áfram. Það var ekki mikil spenna í leik KR og Grindavíkur en KR var með góða forystu í hálfleik, 51-28. Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum með þrjátíu stiga mun. Julian Boyd átti frábæran leik í liði KR. Hann skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Kristófer Acox skoraði fimmtán stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Það var fátt um fína drætti í liði Grindavíkur. Lewis Clinch var stigahæstur með tuttugu stig en Jordy Kuiper var með ellefu stig og átta fráköst. Ingvi Þór Guðmundsson snéri aftur í lið Grindavíkur en hann gerði tvö stig í kvöld. Topplið Dominos-deildar karla, Njarðvík, lenti ekki í miklum vandræðum með Vestra á heimavelli. Lokatölur urðu 87-66 eftir að Njarðvík hafi verið 50-34 yfir í hálfleik. Þeir höfðu leikinn alltaf í hendi sér og sigurinn aldrei í hættu. Stigaskorið dreifðist vel hjá Njarðvík en stigahæstur var Elvar Már Friðriksson með fjórtán stig og sex fráköst. Næstur kom Mario Matasovic með þrettán stig og sjö fráköst. Nebojsa Knezevic var öflugastur í liði Vestra. Hann gerði átján stig auk þess að taka tíu fráköst en Jure Gunjina kom næstur með sautján stig og níu fráköst. Að auki gaf hann fimm stoðsendingar. Mesta spennan í leikjum kvöldsins var í Breiðholtinu er Skallagrímur vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 86-79. ÍR var tveimur stigum yfir í hálfleik, 45-43. Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilaði vel fyrir Breiðhyltinga í kvöld. Hann gerði 21 stig og tók þar að auki ellefu fráköst. Kevin Capers spilaði enn betur og gerði 27 stig og tók níu fráköst auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Aundre Jackson og Domogoj Samac voru markahæstir með tuttugu stig og Matej Buovac gerði sautján stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson gerði níu stig og tók sex fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn