Fýlukast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. september 2018 08:00 Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla!
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun