Hagsmunir neytenda, allra hagur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2018 10:10 Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun