Heimilin njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið.
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun