Selfoss getur mætt stórliðum handboltans í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2018 07:00 Patrekur vonast til að mæta Kiel í næstu umferð. Fréttablaðið/eyþór Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00