Ísl-enska Gunnar Björn Björnsson skrifar 22. maí 2018 15:30 Margir hafa velt því fyrir sér hvar sé best að búa. Það er ekkert rétt svar við því, vegna þess að það er háð gildismati og hugarfari hvers og eins. Er grasið grænna hinum megin, eða er það bara gervigras? Þessum spurningum ætla ég ekki að reyna að svara enda hef ég ekki samanburð byggðan á búsetu erlendis. Maður nokkur fullyrti að hvergi væri betra að búa en á Íslandi, en þegar ég spurði um hæl: „af hverju búa þá svona fáir á Íslandi?“ varð fátt um svör en mikið um hlátur enda augljós staðreynd að hér búa afskaplega fáir. Stærðarhagkvæmni fyrirtækja og hins opinbera er svipuð og hjá þokkalegri örveru. Ég fagna því sérhverjum einstaklingi sem lætur sér detta það í hug að flytja hingað til lands enda auðgar þetta fólk bæði mannlífið og atvinnu. Flæði fólks milli landa eða heimshluta er eðlileg þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum og jafn eðlileg og færsla dýra milli staða í leit að æti. Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast útlendingum hvort sem maður gerir það með ferðalögum eða með því að hitta þá fyrir hér. Eitt er það sem er þó algjörlega óþolandi við að búa á Íslandi, og það sem verra er að það er okkur sjálfum að kenna. Ég er að vakna upp við þann vonda draum að ég get oft ekki talað móðurmálið okkar í mínu eigin landi. Hér er töluð ísl-enska. Þegar maður hefur samband við innlend hótel, veitingastaði, kaffihús og mörg önnur fyrirtæki er búið að ráða þangað fólk sem ýmist kann ekki íslensku eða vill ekki tala hana. Þó enskan sé okkur töm, er þetta „ísl“ í orðinu íslenska orðið að einhverju skrímsli. Sjálfur er ég nokkuð vanur ensku eins og gildir um marga íslendinga, en mér finnst það vera mannréttindi að fá að tala móðurmálið mitt heima hjá mér. Hvað um fólk með námsörðugleika í ensku? Hvað um börn sem eru ekki byrjuð að læra ensku í skólanum? Hvað með gamla fólkið sem ólst ekki upp við tölvur, netið og alþjóðavæðingu, það talar ekki allt ensku. Auðvitað á þetta ekkert að vera svona. English please er sagt hjá íslenskum fyrirtækjum þegar maður talar við starfsfólk þess í mörgum tilfellum. Sem sagt erlent vinnuafl hjá íslensku fyrirtæki vill stjórna því hvort ég talið móðurmálið mitt. Er þetta eðlilegt? Ég held ekki. Mér dettur ekki í hug að sýna þessum nýbúum vanvirðingu eða líta niður á það á nokkurn hátt. Það er bara að reyna að vinna vinnuna sína út frá þeim leikreglum sem því eru settar. Sjálfur held ég að léleg tungumálakunnáta ýti undir félagslega einangrun, auk þess sem þá á að vera gaman að læra erlend mál sérstaklega ef maður hefur valið sér sjálfur land til að búa í. Að búa í Þýskalandi og tala ekki þýsku er eins og að fara á hamborgastað og borða ekki hamborgara. Fólk sem er illa að sér í málinu okkar er mögulega illa að sér um réttindi sín og skyldur sem getur varla verið gott. Ef enginn gerir kröfur um íslenskukunnáttu verður hún ekki til staðar. Það fæðist enginn altalandi á íslensku og þvi verðum við sjálf sem þjóð að vera mikið duglegri að kenna erlendu fólki íslensku sem býr hérna. Það græða allir á því til lengri tíma litið. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð og eiga sjálfstæða menningu og tungumál, þá eiga erlendir nýbúar að aðlaga sig að því en ekki öfugt. Það var vonandi val þessa fólks að koma hingað, eða var það beðið um koma? Af hverju eru leikhlé körfubolta á ensku þegar allir í liðinu nema einn eru íslendingar? Íslenska er ekki auðvelt mál, en það er ekki afsökun fyrir því að nota hana ekki. Ef við viljum ekki tala íslensku við útlendinga, þá er alveg eins gott að leggja málið bara niður. Ég nenni ekki að kenna börnunum mínum að tala rétta íslensku ef við ætlum ekki að nota hana. Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir menningu okkar, ef við gerum það mun enginn hafa áhuga á því að heimsækja okkur því þá er öll sérstaða okkar sem þjóðar farin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa velt því fyrir sér hvar sé best að búa. Það er ekkert rétt svar við því, vegna þess að það er háð gildismati og hugarfari hvers og eins. Er grasið grænna hinum megin, eða er það bara gervigras? Þessum spurningum ætla ég ekki að reyna að svara enda hef ég ekki samanburð byggðan á búsetu erlendis. Maður nokkur fullyrti að hvergi væri betra að búa en á Íslandi, en þegar ég spurði um hæl: „af hverju búa þá svona fáir á Íslandi?“ varð fátt um svör en mikið um hlátur enda augljós staðreynd að hér búa afskaplega fáir. Stærðarhagkvæmni fyrirtækja og hins opinbera er svipuð og hjá þokkalegri örveru. Ég fagna því sérhverjum einstaklingi sem lætur sér detta það í hug að flytja hingað til lands enda auðgar þetta fólk bæði mannlífið og atvinnu. Flæði fólks milli landa eða heimshluta er eðlileg þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum og jafn eðlileg og færsla dýra milli staða í leit að æti. Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast útlendingum hvort sem maður gerir það með ferðalögum eða með því að hitta þá fyrir hér. Eitt er það sem er þó algjörlega óþolandi við að búa á Íslandi, og það sem verra er að það er okkur sjálfum að kenna. Ég er að vakna upp við þann vonda draum að ég get oft ekki talað móðurmálið okkar í mínu eigin landi. Hér er töluð ísl-enska. Þegar maður hefur samband við innlend hótel, veitingastaði, kaffihús og mörg önnur fyrirtæki er búið að ráða þangað fólk sem ýmist kann ekki íslensku eða vill ekki tala hana. Þó enskan sé okkur töm, er þetta „ísl“ í orðinu íslenska orðið að einhverju skrímsli. Sjálfur er ég nokkuð vanur ensku eins og gildir um marga íslendinga, en mér finnst það vera mannréttindi að fá að tala móðurmálið mitt heima hjá mér. Hvað um fólk með námsörðugleika í ensku? Hvað um börn sem eru ekki byrjuð að læra ensku í skólanum? Hvað með gamla fólkið sem ólst ekki upp við tölvur, netið og alþjóðavæðingu, það talar ekki allt ensku. Auðvitað á þetta ekkert að vera svona. English please er sagt hjá íslenskum fyrirtækjum þegar maður talar við starfsfólk þess í mörgum tilfellum. Sem sagt erlent vinnuafl hjá íslensku fyrirtæki vill stjórna því hvort ég talið móðurmálið mitt. Er þetta eðlilegt? Ég held ekki. Mér dettur ekki í hug að sýna þessum nýbúum vanvirðingu eða líta niður á það á nokkurn hátt. Það er bara að reyna að vinna vinnuna sína út frá þeim leikreglum sem því eru settar. Sjálfur held ég að léleg tungumálakunnáta ýti undir félagslega einangrun, auk þess sem þá á að vera gaman að læra erlend mál sérstaklega ef maður hefur valið sér sjálfur land til að búa í. Að búa í Þýskalandi og tala ekki þýsku er eins og að fara á hamborgastað og borða ekki hamborgara. Fólk sem er illa að sér í málinu okkar er mögulega illa að sér um réttindi sín og skyldur sem getur varla verið gott. Ef enginn gerir kröfur um íslenskukunnáttu verður hún ekki til staðar. Það fæðist enginn altalandi á íslensku og þvi verðum við sjálf sem þjóð að vera mikið duglegri að kenna erlendu fólki íslensku sem býr hérna. Það græða allir á því til lengri tíma litið. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð og eiga sjálfstæða menningu og tungumál, þá eiga erlendir nýbúar að aðlaga sig að því en ekki öfugt. Það var vonandi val þessa fólks að koma hingað, eða var það beðið um koma? Af hverju eru leikhlé körfubolta á ensku þegar allir í liðinu nema einn eru íslendingar? Íslenska er ekki auðvelt mál, en það er ekki afsökun fyrir því að nota hana ekki. Ef við viljum ekki tala íslensku við útlendinga, þá er alveg eins gott að leggja málið bara niður. Ég nenni ekki að kenna börnunum mínum að tala rétta íslensku ef við ætlum ekki að nota hana. Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir menningu okkar, ef við gerum það mun enginn hafa áhuga á því að heimsækja okkur því þá er öll sérstaða okkar sem þjóðar farin.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar