Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 12. desember 2025 07:32 Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun