Ísl-enska Gunnar Björn Björnsson skrifar 22. maí 2018 15:30 Margir hafa velt því fyrir sér hvar sé best að búa. Það er ekkert rétt svar við því, vegna þess að það er háð gildismati og hugarfari hvers og eins. Er grasið grænna hinum megin, eða er það bara gervigras? Þessum spurningum ætla ég ekki að reyna að svara enda hef ég ekki samanburð byggðan á búsetu erlendis. Maður nokkur fullyrti að hvergi væri betra að búa en á Íslandi, en þegar ég spurði um hæl: „af hverju búa þá svona fáir á Íslandi?“ varð fátt um svör en mikið um hlátur enda augljós staðreynd að hér búa afskaplega fáir. Stærðarhagkvæmni fyrirtækja og hins opinbera er svipuð og hjá þokkalegri örveru. Ég fagna því sérhverjum einstaklingi sem lætur sér detta það í hug að flytja hingað til lands enda auðgar þetta fólk bæði mannlífið og atvinnu. Flæði fólks milli landa eða heimshluta er eðlileg þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum og jafn eðlileg og færsla dýra milli staða í leit að æti. Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast útlendingum hvort sem maður gerir það með ferðalögum eða með því að hitta þá fyrir hér. Eitt er það sem er þó algjörlega óþolandi við að búa á Íslandi, og það sem verra er að það er okkur sjálfum að kenna. Ég er að vakna upp við þann vonda draum að ég get oft ekki talað móðurmálið okkar í mínu eigin landi. Hér er töluð ísl-enska. Þegar maður hefur samband við innlend hótel, veitingastaði, kaffihús og mörg önnur fyrirtæki er búið að ráða þangað fólk sem ýmist kann ekki íslensku eða vill ekki tala hana. Þó enskan sé okkur töm, er þetta „ísl“ í orðinu íslenska orðið að einhverju skrímsli. Sjálfur er ég nokkuð vanur ensku eins og gildir um marga íslendinga, en mér finnst það vera mannréttindi að fá að tala móðurmálið mitt heima hjá mér. Hvað um fólk með námsörðugleika í ensku? Hvað um börn sem eru ekki byrjuð að læra ensku í skólanum? Hvað með gamla fólkið sem ólst ekki upp við tölvur, netið og alþjóðavæðingu, það talar ekki allt ensku. Auðvitað á þetta ekkert að vera svona. English please er sagt hjá íslenskum fyrirtækjum þegar maður talar við starfsfólk þess í mörgum tilfellum. Sem sagt erlent vinnuafl hjá íslensku fyrirtæki vill stjórna því hvort ég talið móðurmálið mitt. Er þetta eðlilegt? Ég held ekki. Mér dettur ekki í hug að sýna þessum nýbúum vanvirðingu eða líta niður á það á nokkurn hátt. Það er bara að reyna að vinna vinnuna sína út frá þeim leikreglum sem því eru settar. Sjálfur held ég að léleg tungumálakunnáta ýti undir félagslega einangrun, auk þess sem þá á að vera gaman að læra erlend mál sérstaklega ef maður hefur valið sér sjálfur land til að búa í. Að búa í Þýskalandi og tala ekki þýsku er eins og að fara á hamborgastað og borða ekki hamborgara. Fólk sem er illa að sér í málinu okkar er mögulega illa að sér um réttindi sín og skyldur sem getur varla verið gott. Ef enginn gerir kröfur um íslenskukunnáttu verður hún ekki til staðar. Það fæðist enginn altalandi á íslensku og þvi verðum við sjálf sem þjóð að vera mikið duglegri að kenna erlendu fólki íslensku sem býr hérna. Það græða allir á því til lengri tíma litið. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð og eiga sjálfstæða menningu og tungumál, þá eiga erlendir nýbúar að aðlaga sig að því en ekki öfugt. Það var vonandi val þessa fólks að koma hingað, eða var það beðið um koma? Af hverju eru leikhlé körfubolta á ensku þegar allir í liðinu nema einn eru íslendingar? Íslenska er ekki auðvelt mál, en það er ekki afsökun fyrir því að nota hana ekki. Ef við viljum ekki tala íslensku við útlendinga, þá er alveg eins gott að leggja málið bara niður. Ég nenni ekki að kenna börnunum mínum að tala rétta íslensku ef við ætlum ekki að nota hana. Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir menningu okkar, ef við gerum það mun enginn hafa áhuga á því að heimsækja okkur því þá er öll sérstaða okkar sem þjóðar farin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Margir hafa velt því fyrir sér hvar sé best að búa. Það er ekkert rétt svar við því, vegna þess að það er háð gildismati og hugarfari hvers og eins. Er grasið grænna hinum megin, eða er það bara gervigras? Þessum spurningum ætla ég ekki að reyna að svara enda hef ég ekki samanburð byggðan á búsetu erlendis. Maður nokkur fullyrti að hvergi væri betra að búa en á Íslandi, en þegar ég spurði um hæl: „af hverju búa þá svona fáir á Íslandi?“ varð fátt um svör en mikið um hlátur enda augljós staðreynd að hér búa afskaplega fáir. Stærðarhagkvæmni fyrirtækja og hins opinbera er svipuð og hjá þokkalegri örveru. Ég fagna því sérhverjum einstaklingi sem lætur sér detta það í hug að flytja hingað til lands enda auðgar þetta fólk bæði mannlífið og atvinnu. Flæði fólks milli landa eða heimshluta er eðlileg þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum og jafn eðlileg og færsla dýra milli staða í leit að æti. Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast útlendingum hvort sem maður gerir það með ferðalögum eða með því að hitta þá fyrir hér. Eitt er það sem er þó algjörlega óþolandi við að búa á Íslandi, og það sem verra er að það er okkur sjálfum að kenna. Ég er að vakna upp við þann vonda draum að ég get oft ekki talað móðurmálið okkar í mínu eigin landi. Hér er töluð ísl-enska. Þegar maður hefur samband við innlend hótel, veitingastaði, kaffihús og mörg önnur fyrirtæki er búið að ráða þangað fólk sem ýmist kann ekki íslensku eða vill ekki tala hana. Þó enskan sé okkur töm, er þetta „ísl“ í orðinu íslenska orðið að einhverju skrímsli. Sjálfur er ég nokkuð vanur ensku eins og gildir um marga íslendinga, en mér finnst það vera mannréttindi að fá að tala móðurmálið mitt heima hjá mér. Hvað um fólk með námsörðugleika í ensku? Hvað um börn sem eru ekki byrjuð að læra ensku í skólanum? Hvað með gamla fólkið sem ólst ekki upp við tölvur, netið og alþjóðavæðingu, það talar ekki allt ensku. Auðvitað á þetta ekkert að vera svona. English please er sagt hjá íslenskum fyrirtækjum þegar maður talar við starfsfólk þess í mörgum tilfellum. Sem sagt erlent vinnuafl hjá íslensku fyrirtæki vill stjórna því hvort ég talið móðurmálið mitt. Er þetta eðlilegt? Ég held ekki. Mér dettur ekki í hug að sýna þessum nýbúum vanvirðingu eða líta niður á það á nokkurn hátt. Það er bara að reyna að vinna vinnuna sína út frá þeim leikreglum sem því eru settar. Sjálfur held ég að léleg tungumálakunnáta ýti undir félagslega einangrun, auk þess sem þá á að vera gaman að læra erlend mál sérstaklega ef maður hefur valið sér sjálfur land til að búa í. Að búa í Þýskalandi og tala ekki þýsku er eins og að fara á hamborgastað og borða ekki hamborgara. Fólk sem er illa að sér í málinu okkar er mögulega illa að sér um réttindi sín og skyldur sem getur varla verið gott. Ef enginn gerir kröfur um íslenskukunnáttu verður hún ekki til staðar. Það fæðist enginn altalandi á íslensku og þvi verðum við sjálf sem þjóð að vera mikið duglegri að kenna erlendu fólki íslensku sem býr hérna. Það græða allir á því til lengri tíma litið. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð og eiga sjálfstæða menningu og tungumál, þá eiga erlendir nýbúar að aðlaga sig að því en ekki öfugt. Það var vonandi val þessa fólks að koma hingað, eða var það beðið um koma? Af hverju eru leikhlé körfubolta á ensku þegar allir í liðinu nema einn eru íslendingar? Íslenska er ekki auðvelt mál, en það er ekki afsökun fyrir því að nota hana ekki. Ef við viljum ekki tala íslensku við útlendinga, þá er alveg eins gott að leggja málið bara niður. Ég nenni ekki að kenna börnunum mínum að tala rétta íslensku ef við ætlum ekki að nota hana. Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir menningu okkar, ef við gerum það mun enginn hafa áhuga á því að heimsækja okkur því þá er öll sérstaða okkar sem þjóðar farin.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar