Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 09:00 Jón von Tetzchner. Vísir/vilhelm Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segist aldrei ætla að selja fyrirtæki sitt, Vivaldi, né setja það á markað. Vivaldi hefur gert netvafra með sama nafni og Jón segir rangt hvernig stór tæknifyrirtæki noti gögn um notendur sína og hvað þeir taka sér fyrir hendur á netinu. Jón segir fyrirtækið ekki reyna að fjölga notendum með auglýsingaherferðum eða neinu slíku, heldur með góðu orðspori, stein fyrir stein. Hann segir Vivaldi reglulega fá góða dóma á tæknimiðlum, notendur séu ánægðir og þeim fari fjölgandi. „Þetta gengur mjög vel. Fólk ánægt með vafrann, sem er mikilvægt. Það er verið að taka eftir okkur út af því að við erum með vöru sem er góð,“ segir Jón. „Okkar hugsun er öðruvísi en hjá hinum. Hvað hefur þú sem notandi þörf fyrir? Það kemur á undan einhverju viðskipta-módeli. Við viljum búa til flotta vöru fyrir notendur.“ Jón segist ákveðinn í því að hann ætli ekki að selja Vivaldi, né setja það á markað. Fókusinn sé á að byggja fyrirtækið til framtíðar. Hann kom að uppbyggingu vafrans Opera á árum áður en hætti þar eftir að fyrirtækið fór á markað og svo var það selt. Jón segist ekki vilja að fara aftur í gegnum það að fyrirtæki hans fari í átt sem hann hafi ekki áhuga á að fara í. „Þetta verður ekki svoleiðis núna,“ segir Jón. Allir starfsmenn fyrirtækisins eiga hluta í því og allt fjármagn kemur frá honum sjálfum. Starfsmenn Vivaldi eru flestir í Noregi og á Íslandi. „Við viljum byggja fyrirtæki og frábæra vöru og að enginn skipti sér af.“Rangt að safna upplýsingum um notendur Jón segir enn fremur að það sé augljós þörf á einhverjum sem nálgist hlutina eins og starfsmenn Vivaldi. Einhverja sem setja notendur fyrst og byggi fyrirtæki ekki upp á gögnum um notendur. „Það kemur okkur ekki við hvað þú ert að gera við vafrann. Það er ekki í módelinu hjá okkur,“ segir Jón. „Okkur finnst það mikilvægt. Ég hef unnið í internetinu frá 1992 og finnst ég í raun eiga smá í því. Mér finnst jákvætt að fólk hafi aðgang að upplýsingum og aðgang að netinu. Það er þó leiðinlegt að það sé verið að byggja upp kerfi til að njósna um notendur. Mér finnst það mjög rangt.“„Það kemur okkur ekki við hvað þú ert að gera við vafrann. Það er ekki í módelinu hjá okkur,“ segir Jón.Vísir/VilhelmJón segir marga líta á gagnasöfnun tæknifyrirtækja frá þeim sjónarhóli að þeir hafi ekkert að fela. „Þeir eru samt ekki bara að safna gögnum um mig og þig. Þeir eru að safna gögnum um alla og bjóða þau svo til sölu, svo hægt sé að forrita í kringum okkur.“ Ekki sé bara um auglýsingar að ræða heldur séu gögnin oft notuð til að reyna að hafa áhrif á fólk. Sem dæmi um það má benda á skandalinn í kringum fyrirtækið Cambridge Analytica sem notaðist við gögn sem tekin voru frá Facebook í trássi við reglur Facebook og notuð til að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum.Gróska meðal frumkvöðla Jón hefur lengi verið viðriðinn sprotafyrirtæki hér á Íslandi. Hann hefur fjárfest í fjölda fyrirtækja og rekur meðal annars frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi. Hann segir stöðu slíkra fyrirtækja vera góða hér á Íslandi. Mikið af góðum fyrirtækjum séu að skjóta rótum. „Ég held að staðan sé mjög góð. Miðað við þegar ég var að koma til landsins,“ segir Jón og bendir á að um tíma hafi Innovation House verið eina frumkvöðlasetrið. Nú sé áhugi á sprotafyrirtækjum meiri og frumkvöðlasetur séu fleiri. „Það er mikið af fólki með góðar hugmynd ár Íslandi og vill byrja með eigin fyrirtæki,“ segir Jón. Hugmyndir margra snúi að ferðageiranum og margt spennandi sé í gangi hjá íslenskum sprotafyrirtækjum.Vafri fyrir „ofur-notendur“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi. Jón segir vafrann búa yfir fjölmörgum fítusum sem aðrir vafrar hafa ekki. Þá hefur vakið mikla athygli hve mikið starfsmenn Vivaldi eiga í samskiptum við notendur og byggja á tillögum frá þeim. Tengdar fréttir Með mikla ástríðu fyrir frumkvöðlum Frumkvöðlaumhverfið er starfsvettvangur Laugu Óskarsdóttur sem hefur starfað í New York, Reykjavík og Noregi um margra ára skeið. 4. nóvember 2016 10:30 Milljarðamæringur styrkir Gróttu Gróttuvöllurinn endurskírður Vivaldivöllurinn. 23. janúar 2015 17:19 Sprotafyrirtæki mega ekki gefast upp Tæknifyrirtækið Dohop verður tólf ára á árinu. Eftir erfiðleika á árunum 2010 til 2014 er fyrirtækið að fá vind í seglin á ný. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldaðist síðustu fjórtán mánuði. Ferðaleitarvefurinn dohop.is e 13. apríl 2016 08:00 Kynna nýjan vafra tileinkuðum "nördahópnum” Vivaldi er nýr vafri sem Jón Von Tetzchner hefur gefið út. 27. janúar 2015 11:36 „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13 Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10 Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu. 4. september 2017 14:02 Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47 Vivaldi kynnir gluggaspjald til sögunnar Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. 22. nóvember 2017 13:44 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segist aldrei ætla að selja fyrirtæki sitt, Vivaldi, né setja það á markað. Vivaldi hefur gert netvafra með sama nafni og Jón segir rangt hvernig stór tæknifyrirtæki noti gögn um notendur sína og hvað þeir taka sér fyrir hendur á netinu. Jón segir fyrirtækið ekki reyna að fjölga notendum með auglýsingaherferðum eða neinu slíku, heldur með góðu orðspori, stein fyrir stein. Hann segir Vivaldi reglulega fá góða dóma á tæknimiðlum, notendur séu ánægðir og þeim fari fjölgandi. „Þetta gengur mjög vel. Fólk ánægt með vafrann, sem er mikilvægt. Það er verið að taka eftir okkur út af því að við erum með vöru sem er góð,“ segir Jón. „Okkar hugsun er öðruvísi en hjá hinum. Hvað hefur þú sem notandi þörf fyrir? Það kemur á undan einhverju viðskipta-módeli. Við viljum búa til flotta vöru fyrir notendur.“ Jón segist ákveðinn í því að hann ætli ekki að selja Vivaldi, né setja það á markað. Fókusinn sé á að byggja fyrirtækið til framtíðar. Hann kom að uppbyggingu vafrans Opera á árum áður en hætti þar eftir að fyrirtækið fór á markað og svo var það selt. Jón segist ekki vilja að fara aftur í gegnum það að fyrirtæki hans fari í átt sem hann hafi ekki áhuga á að fara í. „Þetta verður ekki svoleiðis núna,“ segir Jón. Allir starfsmenn fyrirtækisins eiga hluta í því og allt fjármagn kemur frá honum sjálfum. Starfsmenn Vivaldi eru flestir í Noregi og á Íslandi. „Við viljum byggja fyrirtæki og frábæra vöru og að enginn skipti sér af.“Rangt að safna upplýsingum um notendur Jón segir enn fremur að það sé augljós þörf á einhverjum sem nálgist hlutina eins og starfsmenn Vivaldi. Einhverja sem setja notendur fyrst og byggi fyrirtæki ekki upp á gögnum um notendur. „Það kemur okkur ekki við hvað þú ert að gera við vafrann. Það er ekki í módelinu hjá okkur,“ segir Jón. „Okkur finnst það mikilvægt. Ég hef unnið í internetinu frá 1992 og finnst ég í raun eiga smá í því. Mér finnst jákvætt að fólk hafi aðgang að upplýsingum og aðgang að netinu. Það er þó leiðinlegt að það sé verið að byggja upp kerfi til að njósna um notendur. Mér finnst það mjög rangt.“„Það kemur okkur ekki við hvað þú ert að gera við vafrann. Það er ekki í módelinu hjá okkur,“ segir Jón.Vísir/VilhelmJón segir marga líta á gagnasöfnun tæknifyrirtækja frá þeim sjónarhóli að þeir hafi ekkert að fela. „Þeir eru samt ekki bara að safna gögnum um mig og þig. Þeir eru að safna gögnum um alla og bjóða þau svo til sölu, svo hægt sé að forrita í kringum okkur.“ Ekki sé bara um auglýsingar að ræða heldur séu gögnin oft notuð til að reyna að hafa áhrif á fólk. Sem dæmi um það má benda á skandalinn í kringum fyrirtækið Cambridge Analytica sem notaðist við gögn sem tekin voru frá Facebook í trássi við reglur Facebook og notuð til að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum.Gróska meðal frumkvöðla Jón hefur lengi verið viðriðinn sprotafyrirtæki hér á Íslandi. Hann hefur fjárfest í fjölda fyrirtækja og rekur meðal annars frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi. Hann segir stöðu slíkra fyrirtækja vera góða hér á Íslandi. Mikið af góðum fyrirtækjum séu að skjóta rótum. „Ég held að staðan sé mjög góð. Miðað við þegar ég var að koma til landsins,“ segir Jón og bendir á að um tíma hafi Innovation House verið eina frumkvöðlasetrið. Nú sé áhugi á sprotafyrirtækjum meiri og frumkvöðlasetur séu fleiri. „Það er mikið af fólki með góðar hugmynd ár Íslandi og vill byrja með eigin fyrirtæki,“ segir Jón. Hugmyndir margra snúi að ferðageiranum og margt spennandi sé í gangi hjá íslenskum sprotafyrirtækjum.Vafri fyrir „ofur-notendur“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi. Jón segir vafrann búa yfir fjölmörgum fítusum sem aðrir vafrar hafa ekki. Þá hefur vakið mikla athygli hve mikið starfsmenn Vivaldi eiga í samskiptum við notendur og byggja á tillögum frá þeim.
Tengdar fréttir Með mikla ástríðu fyrir frumkvöðlum Frumkvöðlaumhverfið er starfsvettvangur Laugu Óskarsdóttur sem hefur starfað í New York, Reykjavík og Noregi um margra ára skeið. 4. nóvember 2016 10:30 Milljarðamæringur styrkir Gróttu Gróttuvöllurinn endurskírður Vivaldivöllurinn. 23. janúar 2015 17:19 Sprotafyrirtæki mega ekki gefast upp Tæknifyrirtækið Dohop verður tólf ára á árinu. Eftir erfiðleika á árunum 2010 til 2014 er fyrirtækið að fá vind í seglin á ný. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldaðist síðustu fjórtán mánuði. Ferðaleitarvefurinn dohop.is e 13. apríl 2016 08:00 Kynna nýjan vafra tileinkuðum "nördahópnum” Vivaldi er nýr vafri sem Jón Von Tetzchner hefur gefið út. 27. janúar 2015 11:36 „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13 Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10 Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu. 4. september 2017 14:02 Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47 Vivaldi kynnir gluggaspjald til sögunnar Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. 22. nóvember 2017 13:44 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Með mikla ástríðu fyrir frumkvöðlum Frumkvöðlaumhverfið er starfsvettvangur Laugu Óskarsdóttur sem hefur starfað í New York, Reykjavík og Noregi um margra ára skeið. 4. nóvember 2016 10:30
Milljarðamæringur styrkir Gróttu Gróttuvöllurinn endurskírður Vivaldivöllurinn. 23. janúar 2015 17:19
Sprotafyrirtæki mega ekki gefast upp Tæknifyrirtækið Dohop verður tólf ára á árinu. Eftir erfiðleika á árunum 2010 til 2014 er fyrirtækið að fá vind í seglin á ný. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldaðist síðustu fjórtán mánuði. Ferðaleitarvefurinn dohop.is e 13. apríl 2016 08:00
Kynna nýjan vafra tileinkuðum "nördahópnum” Vivaldi er nýr vafri sem Jón Von Tetzchner hefur gefið út. 27. janúar 2015 11:36
„Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13
Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10
Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu. 4. september 2017 14:02
Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47
Vivaldi kynnir gluggaspjald til sögunnar Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. 22. nóvember 2017 13:44