Viðskipti innlent

Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð

Birgir Olgeirsson skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður. Vísir/Pjetur
Vivaldi Ísland ehf. hefur keypt mjólkurstöð Mjólkursamsölunnar á Ísafirði undir ostagerð. Greint er frá þessu vef ísfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta en þar segir að félagið Vivaldi Íslands sé í eigu Jóns von Tetzchner sem er meðal hluthafa í mjólkurvinnslunnar Örnu sem hefur framleitt laktósafríar mjólkurvörur í Bolungarvík.

Mun Vivaldi leigja gömlu mjólkurvinnsluna til Örnu sem ætlar að nota hana undir framleiðslu á sérhæfðari ostum og þá sérstaklega ostagerð, að því er Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir í samtali við BB. Engar breytingar verða á starfseminni í Bolungarvík og bætist þetta því við vöruflóru fyrirtækisins.

Hann segir rekstur Örnu ganga vel en fyrir stuttu bætti fyrirtækið við sig fjórum starfsmönnum og starfa þar nú 10 manns. 


Tengdar fréttir

Bolvíkingar tíndu tvö tonn af bláberjum

Í haust mun mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna setja á markað grískt bláberjahaustjógúrt úr íslenskum aðalbláberjum sem heimamenn tíndu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×