Stefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:46 Stefán Rafn var öflugur í kvöld. vísir/getty Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum. Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.
Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30