Gígabæti af veðurfréttum Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Veður Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun