Fjárfestum í framtíðinni! Ingvar Jónsson skrifar 2. apríl 2018 09:00 Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar