Fjárfestum í framtíðinni! Ingvar Jónsson skrifar 2. apríl 2018 09:00 Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun