Ísland hvatt Siv Friðleifsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar