Ísland hvatt Siv Friðleifsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar