Ísland hvatt Siv Friðleifsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, stígur fram í norskum fjölmiðlum í gær 20. febrúar og brýnir Alþingi til dáða vegna frumvarps gegn umskurði ungra drengja. Hún segist halda að sama mál verði samþykkt í Noregi, en er óviss um hvenær, það er til bóta að önnur lönd ryðji brautina og því „heier jeg på Island“ (hvet ég Ísland). Lindboe segist styðja íslenska frumvarpið af nokkrum ástæðum. Meðal annars vegna þess að norskir heilbrigðisstarfsmenn hafi sagt skýrt að umskurður drengja sé sársaukafullur, geti haft aukaverkanir og að vitað er að nokkuð sé um að karlmenn (flere menn) hafi upplifað vandamál og áskoranir í kjölfar umskurðar. Einnig dregur hún fram Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem skýrt kveður á um að börn eigi rétt á að hlustað sé á þeirra rök og að taka eigin ákvarðanir. Öll rök Lindboe koma fram í íslenska frumvarpinu, en það flytja þingmenn fjögurra flokka, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Eins og gefur að skilja hreyfir mál af þessu tagi við tilfinningum, vekur viðbrögð og kallar á grundvallarafstöðu í hjarta hvers manns. Hvað má gera börnum og hvað ekki? Hvað er gott fyrir þau og hvað ekki? Málið beinist að réttindum barna en er ekki beint gegn trúarbrögðum þótt margir kjósi að setja það í þann búning. Vegna viðbragða hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, brugðist réttilega við, sagst stoltur af Alþingi og að ekki eigi að bogna undan því þó mál af þessu tagi kveiki viðbrögð. Hugarfarsbreytingar hafa átt sér stað varðandi réttindi barna. Ein birtingarmynd þess er samstaða um tilkomu embætta Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og víðar. Þessir sömu umboðsmenn gáfu sameiginlega út yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja árið 2013. Það er von mín að íslenska þingmálið verði vatn á myllu næstu hugarfarsbreytingar og að eftir nokkur ár verði talið sjálfsagt að vernda unga drengi gegn umskurði á Norðurlöndum og vonandi víðar.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar