Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna Haukur Haraldsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun