Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna Haukur Haraldsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar