Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 5. nóvember 2018 21:42 Sverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum. „Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30