Skrópað í beinni útsendingu Teitur Atlason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Ástæðan mun vera að Mörtu, sem borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins. Þetta er gott og blessað. Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á „bákninu“ og útvörpun á fundum sé til þess gerð að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á „báknið“ og þær meinsemdir sem það nærir. Þetta er reyndar stef inni í hægrinu þar sem „báknið“ er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun. Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka. Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd. Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með. Vissulega má segja að þetta sé „gamaldags“ en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsætt. Það er auðvelt að fletta upp fundargerðum og sjá um hvað var talað. Gamaldags? Já. En það er ekkert alltaf samhengi milli þess gamla og þess lélega. Heilinn í Kára Stefánssyni er sennilega ágætis dæmi um þá fullyrðingu. Gefum okkur samt að tillaga Mörtu Guðjónsdóttur um útvörpun funda á vegum Reykjavíkurborgar hafi gilt í vetur og sé bara hin eðlilegasta. Þá hefðu borgarbúar upplifað í beinni útsendingu afar meinlega uppákomu á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar, en ég á einmitt sæti í því ágæta ráði. Þá hefðu borgarbúar séð að mánaðarlegur fundur ráðsins í desember varð ógildur vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu ekki sjá sig. Hvorki aðalmaðurinn Marta Guðjónsdóttir né varamaðurinn Börkur Gunnarsson mættu. Þau skrópuðu. Sjálfsagt vegna þess að „báknið“ er svo þrúgandi. „Báknið“ borgar þeim reyndar laun fyrir að mæta á þennan mánaðarlega fund, en höldum því utan við að sinni. Í ljósi þessa tek ég heilshugar undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um útvörpun á öllum fundum hjá öllum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Verði raunin sú er ég handviss um að inntak málflutnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði öllum borgarbúum ljóst. Það er tiltölulega einfalt. Þau eru á móti öllu sem meirihlutinn hefur fram að færa – jafnvel þó að þau séu í hjarta sínu sammála þeim. Þetta var inntakið hjá Davíð Oddssyni þegar hann ríkti yfir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins illu heilli. Ekkert frumlegt og ekkert geðfellt en afar ómerkilegt.Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Vesturbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Ástæðan mun vera að Mörtu, sem borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins. Þetta er gott og blessað. Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á „bákninu“ og útvörpun á fundum sé til þess gerð að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á „báknið“ og þær meinsemdir sem það nærir. Þetta er reyndar stef inni í hægrinu þar sem „báknið“ er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun. Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka. Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd. Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með. Vissulega má segja að þetta sé „gamaldags“ en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsætt. Það er auðvelt að fletta upp fundargerðum og sjá um hvað var talað. Gamaldags? Já. En það er ekkert alltaf samhengi milli þess gamla og þess lélega. Heilinn í Kára Stefánssyni er sennilega ágætis dæmi um þá fullyrðingu. Gefum okkur samt að tillaga Mörtu Guðjónsdóttur um útvörpun funda á vegum Reykjavíkurborgar hafi gilt í vetur og sé bara hin eðlilegasta. Þá hefðu borgarbúar upplifað í beinni útsendingu afar meinlega uppákomu á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar, en ég á einmitt sæti í því ágæta ráði. Þá hefðu borgarbúar séð að mánaðarlegur fundur ráðsins í desember varð ógildur vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu ekki sjá sig. Hvorki aðalmaðurinn Marta Guðjónsdóttir né varamaðurinn Börkur Gunnarsson mættu. Þau skrópuðu. Sjálfsagt vegna þess að „báknið“ er svo þrúgandi. „Báknið“ borgar þeim reyndar laun fyrir að mæta á þennan mánaðarlega fund, en höldum því utan við að sinni. Í ljósi þessa tek ég heilshugar undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um útvörpun á öllum fundum hjá öllum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Verði raunin sú er ég handviss um að inntak málflutnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði öllum borgarbúum ljóst. Það er tiltölulega einfalt. Þau eru á móti öllu sem meirihlutinn hefur fram að færa – jafnvel þó að þau séu í hjarta sínu sammála þeim. Þetta var inntakið hjá Davíð Oddssyni þegar hann ríkti yfir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins illu heilli. Ekkert frumlegt og ekkert geðfellt en afar ómerkilegt.Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Vesturbæjar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar