Skrópað í beinni útsendingu Teitur Atlason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Ástæðan mun vera að Mörtu, sem borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins. Þetta er gott og blessað. Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á „bákninu“ og útvörpun á fundum sé til þess gerð að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á „báknið“ og þær meinsemdir sem það nærir. Þetta er reyndar stef inni í hægrinu þar sem „báknið“ er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun. Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka. Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd. Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með. Vissulega má segja að þetta sé „gamaldags“ en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsætt. Það er auðvelt að fletta upp fundargerðum og sjá um hvað var talað. Gamaldags? Já. En það er ekkert alltaf samhengi milli þess gamla og þess lélega. Heilinn í Kára Stefánssyni er sennilega ágætis dæmi um þá fullyrðingu. Gefum okkur samt að tillaga Mörtu Guðjónsdóttur um útvörpun funda á vegum Reykjavíkurborgar hafi gilt í vetur og sé bara hin eðlilegasta. Þá hefðu borgarbúar upplifað í beinni útsendingu afar meinlega uppákomu á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar, en ég á einmitt sæti í því ágæta ráði. Þá hefðu borgarbúar séð að mánaðarlegur fundur ráðsins í desember varð ógildur vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu ekki sjá sig. Hvorki aðalmaðurinn Marta Guðjónsdóttir né varamaðurinn Börkur Gunnarsson mættu. Þau skrópuðu. Sjálfsagt vegna þess að „báknið“ er svo þrúgandi. „Báknið“ borgar þeim reyndar laun fyrir að mæta á þennan mánaðarlega fund, en höldum því utan við að sinni. Í ljósi þessa tek ég heilshugar undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um útvörpun á öllum fundum hjá öllum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Verði raunin sú er ég handviss um að inntak málflutnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði öllum borgarbúum ljóst. Það er tiltölulega einfalt. Þau eru á móti öllu sem meirihlutinn hefur fram að færa – jafnvel þó að þau séu í hjarta sínu sammála þeim. Þetta var inntakið hjá Davíð Oddssyni þegar hann ríkti yfir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins illu heilli. Ekkert frumlegt og ekkert geðfellt en afar ómerkilegt.Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Vesturbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. Ástæðan mun vera að Mörtu, sem borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins. Þetta er gott og blessað. Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á „bákninu“ og útvörpun á fundum sé til þess gerð að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á „báknið“ og þær meinsemdir sem það nærir. Þetta er reyndar stef inni í hægrinu þar sem „báknið“ er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun. Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka. Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd. Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með. Vissulega má segja að þetta sé „gamaldags“ en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsætt. Það er auðvelt að fletta upp fundargerðum og sjá um hvað var talað. Gamaldags? Já. En það er ekkert alltaf samhengi milli þess gamla og þess lélega. Heilinn í Kára Stefánssyni er sennilega ágætis dæmi um þá fullyrðingu. Gefum okkur samt að tillaga Mörtu Guðjónsdóttur um útvörpun funda á vegum Reykjavíkurborgar hafi gilt í vetur og sé bara hin eðlilegasta. Þá hefðu borgarbúar upplifað í beinni útsendingu afar meinlega uppákomu á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar, en ég á einmitt sæti í því ágæta ráði. Þá hefðu borgarbúar séð að mánaðarlegur fundur ráðsins í desember varð ógildur vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu ekki sjá sig. Hvorki aðalmaðurinn Marta Guðjónsdóttir né varamaðurinn Börkur Gunnarsson mættu. Þau skrópuðu. Sjálfsagt vegna þess að „báknið“ er svo þrúgandi. „Báknið“ borgar þeim reyndar laun fyrir að mæta á þennan mánaðarlega fund, en höldum því utan við að sinni. Í ljósi þessa tek ég heilshugar undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um útvörpun á öllum fundum hjá öllum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Verði raunin sú er ég handviss um að inntak málflutnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði öllum borgarbúum ljóst. Það er tiltölulega einfalt. Þau eru á móti öllu sem meirihlutinn hefur fram að færa – jafnvel þó að þau séu í hjarta sínu sammála þeim. Þetta var inntakið hjá Davíð Oddssyni þegar hann ríkti yfir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins illu heilli. Ekkert frumlegt og ekkert geðfellt en afar ómerkilegt.Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Vesturbæjar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar