
Skrópað í beinni útsendingu
Þetta er reyndar stef inni í hægrinu þar sem „báknið“ er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun. Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka. Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar.
Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd. Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með. Vissulega má segja að þetta sé „gamaldags“ en ég held að þetta kerfi sé ekki ógegnsætt. Það er auðvelt að fletta upp fundargerðum og sjá um hvað var talað. Gamaldags? Já. En það er ekkert alltaf samhengi milli þess gamla og þess lélega. Heilinn í Kára Stefánssyni er sennilega ágætis dæmi um þá fullyrðingu.
Gefum okkur samt að tillaga Mörtu Guðjónsdóttur um útvörpun funda á vegum Reykjavíkurborgar hafi gilt í vetur og sé bara hin eðlilegasta. Þá hefðu borgarbúar upplifað í beinni útsendingu afar meinlega uppákomu á fundi Hverfisráðs Vesturbæjar, en ég á einmitt sæti í því ágæta ráði. Þá hefðu borgarbúar séð að mánaðarlegur fundur ráðsins í desember varð ógildur vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu ekki sjá sig. Hvorki aðalmaðurinn Marta Guðjónsdóttir né varamaðurinn Börkur Gunnarsson mættu. Þau skrópuðu. Sjálfsagt vegna þess að „báknið“ er svo þrúgandi. „Báknið“ borgar þeim reyndar laun fyrir að mæta á þennan mánaðarlega fund, en höldum því utan við að sinni.
Í ljósi þessa tek ég heilshugar undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um útvörpun á öllum fundum hjá öllum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Verði raunin sú er ég handviss um að inntak málflutnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði öllum borgarbúum ljóst. Það er tiltölulega einfalt. Þau eru á móti öllu sem meirihlutinn hefur fram að færa – jafnvel þó að þau séu í hjarta sínu sammála þeim. Þetta var inntakið hjá Davíð Oddssyni þegar hann ríkti yfir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins illu heilli. Ekkert frumlegt og ekkert geðfellt en afar ómerkilegt.
Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Vesturbæjar
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar