Reynslulaus sjúkraþjálfunarfræðingur, get ég aðstoðað? Leifur Auðunsson skrifar 6. febrúar 2018 16:00 Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun