Reynslulaus sjúkraþjálfunarfræðingur, get ég aðstoðað? Leifur Auðunsson skrifar 6. febrúar 2018 16:00 Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar