Reynslulaus sjúkraþjálfunarfræðingur, get ég aðstoðað? Leifur Auðunsson skrifar 6. febrúar 2018 16:00 Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun