Lífið

Angelina Jolie segir Brad Pitt svíkjast undan meðlagsgreiðslum

Bergþór Másson skrifar
Brad Pitt og Angelina Jolie, áður þekkt sem Brangelina.
Brad Pitt og Angelina Jolie, áður þekkt sem Brangelina. Vísir/Getty
Í nýútgefnum dómskjölum skilnaðarmáls Angelinu Jolie og Brad Pitt segir Jolie Pitt aldrei hafa borgað „neitt almennilegt meðlag.“ Lögfræðingateymi Pitt segja ummæli Jolie „óþarfa og aumkunarverða tilraun til þess að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.“Angelina Jolie og Brad Pitt skildu fyrir tvemur árum eftir tveggja ára hjónaband og um það bil 12 ára samband. Þau eiga enn eftir að leysa úr ýmis lagalegum málum skilnaðisins. Saman eiga þau sex börn, á aldrinum níu til sextán ára.

Fyrrverandi hjónin á ferð og flugi með krakkaskarann.Vísir / Getty
Í skýrslu lögfræðinga Jolie kemur fram að vegna óformlegs frágangs meðlagsgreiðslna eftir skilnaðinn, hafi Pitt lagt sáralítið til útgjalda barnanna.Pitt neitar þessum ásökunum harðlega og segir lögfræðingateymi hans hann hafa lánað Jolie 8 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar 861,4 milljónum íslenskra króna, til húsnæðiskaupa, og nefna einnig hann hafi lagt meira en 1,3 milljónir Bandaríkjadala til almennra útgjöld Jolie og barnanna síðan þau skildu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.