Lífið

Brad Pitt tekur „hjónasvipinn“ alla leið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brad Pitt sést hér ásamt leikkonunum Angelinu Jolie, Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston.
Brad Pitt sést hér ásamt leikkonunum Angelinu Jolie, Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston. Vísir/Samsett
Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur ósjaldan verið við kvenmann kenndur í gegnum tíðina. Athugull notandi á Twitter benti á það í vikunni að afar sterkur hjónasvipur virðist almennt vera með Pitt og heitkonum hans.Twitter-notandinn Sarah McGonagall deildi myndum af Pitt og konunum í lífi hans á reikningi sínum í vikunni. Þar kennir ýmissa grasa, enda á Pitt margar fyrrverandi kærustur. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti líkst Pitt töluvert, eins og sést á myndunum sem fylgja tístinu.Fyrrverandi eiginkonur Pitts, leikkonurnar Jennifer Aniston og Angelina Jolie, eru þar engin undantekning. Líkindin með lokkaprúðum Pitt og Jolie eru sláandi, svo og líkindin með ungum og hressum Pitt og Aniston.

Ætli þau hafi farið til sama hárgreiðslumeistara?Vísir/Getty
Jolie og Pitt vígaleg.Vísir/getty
Þá tileinkuðu Pitt og Gwyneth Paltrow, leikkona og kærasta Pitts á tíunda áratugnum, sér nákvæmlega sama útlit við ýmis tilefni. Hið sama má segja um Pitt og Juliette Lewis, sem einnig voru saman á tíunda áratugnum.

Pitt og Paltrow á tíunda áratug síðustu aldar.Vísir/Getty
Lewis og Pitt, einnig á tíunda áratug síðustu aldar.Vísir/getty
Hér að neðan má svo sjá umrætt tíst og enn fleiri myndir af Pitt og kærustum hans.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.