Arnór liggur særður undir feldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2018 14:00 Arnór í leik með landsliðinu. vísir/getty Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu. EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira