Arnór liggur særður undir feldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2018 14:00 Arnór í leik með landsliðinu. vísir/getty Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu. EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn