Fyrsti karlmaðurinn á forsíðunni: "Truflar mig þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 09:15 Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í sumar. Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið Glamour sem kom út í dag. Hann fékk gríðarlega athygli eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu á HM í sumar og endaði eftir mótið með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Rúrik er fyrsti karlmaðurinn sem er á forsíðu á íslensku útgáfunni af Glamour. „Þetta var mjög sérstakt allt saman og virtist engan enda ætla að taka. Ég hef samt tekið þessu með stóískri ró en auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann í samtali við Glamour.Ætti að nýta þetta tækifæri Í dag getur Rúrik í raun rukkað töluverðar upphæðir fyrir það eitt að birta myndir í samstarfi við fyrirtæki og gert samninga við stórfyrirtæki. Hann er einn fárra Íslendinga með fleiri en eina milljón fylgjenda.Rúrik Gíslason er komin aftur í íslenska landsliðið.vísir/getty„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég ætti að nýta mér þennan fylgjendafjölda og þessa athygli á einhvern hátt en ég vil gera það á mínum eigin forsendum. Ég vil ekki gera þetta því einhverjir aðrir sjá tækifæri til að græða peninga á þessu. Ég vil vekja athygli á góðgerðarsamtökum og einhverju sem skiptir máli. Ekki bara stökkva á öll tilboð því þá væri ég fljótt búinn að missa tökin á þessu. Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman.“ Það voru sérstaklega konur frá Suður-Ameríku sem kunnu að meta íslenska leikmanninn eftir að hann sást á skjánum í leiknum gegn Argentínu og grínaðst Rúrik með það hvort Glamour sé ekki að selja blaðið út til Suður-Ameríku. Hann fær ótal mörg skilaboð frá konum um allan heim á hverjum degi.Bara eitthvert kjaftæði „Þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið. Það truflar mig meira þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar og það er nóg af því. Fólk heldur að það þekki mig því það heyrði einhverja sögu um mig, sem er svo bara eitthvert kjaftæði. Eða þegar einhver er að þykjast vera ég. Það truflaði mig mjög mikið.“ Rúrik birti sjálfur mynd af forsíðu Glamour á Instagram-reikningi sínum í gær og þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann fengið um 120.000 læk. View this post on InstagramOn the cover of @glamouriceland which comes out tomorrow. I've probably never opened up as much in an interview as I did this time. Hope you like it. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Sep 12, 2018 at 2:25pm PDT Tengdar fréttir Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00 Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00 Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30 Mest lesið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fleiri fréttir Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið Glamour sem kom út í dag. Hann fékk gríðarlega athygli eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu á HM í sumar og endaði eftir mótið með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Rúrik er fyrsti karlmaðurinn sem er á forsíðu á íslensku útgáfunni af Glamour. „Þetta var mjög sérstakt allt saman og virtist engan enda ætla að taka. Ég hef samt tekið þessu með stóískri ró en auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann í samtali við Glamour.Ætti að nýta þetta tækifæri Í dag getur Rúrik í raun rukkað töluverðar upphæðir fyrir það eitt að birta myndir í samstarfi við fyrirtæki og gert samninga við stórfyrirtæki. Hann er einn fárra Íslendinga með fleiri en eina milljón fylgjenda.Rúrik Gíslason er komin aftur í íslenska landsliðið.vísir/getty„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég ætti að nýta mér þennan fylgjendafjölda og þessa athygli á einhvern hátt en ég vil gera það á mínum eigin forsendum. Ég vil ekki gera þetta því einhverjir aðrir sjá tækifæri til að græða peninga á þessu. Ég vil vekja athygli á góðgerðarsamtökum og einhverju sem skiptir máli. Ekki bara stökkva á öll tilboð því þá væri ég fljótt búinn að missa tökin á þessu. Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman.“ Það voru sérstaklega konur frá Suður-Ameríku sem kunnu að meta íslenska leikmanninn eftir að hann sást á skjánum í leiknum gegn Argentínu og grínaðst Rúrik með það hvort Glamour sé ekki að selja blaðið út til Suður-Ameríku. Hann fær ótal mörg skilaboð frá konum um allan heim á hverjum degi.Bara eitthvert kjaftæði „Þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið. Það truflar mig meira þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar og það er nóg af því. Fólk heldur að það þekki mig því það heyrði einhverja sögu um mig, sem er svo bara eitthvert kjaftæði. Eða þegar einhver er að þykjast vera ég. Það truflaði mig mjög mikið.“ Rúrik birti sjálfur mynd af forsíðu Glamour á Instagram-reikningi sínum í gær og þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann fengið um 120.000 læk. View this post on InstagramOn the cover of @glamouriceland which comes out tomorrow. I've probably never opened up as much in an interview as I did this time. Hope you like it. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Sep 12, 2018 at 2:25pm PDT
Tengdar fréttir Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00 Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00 Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30 Mest lesið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fleiri fréttir Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Sjá meira
Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30
Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00
Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00
Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30