ÍBV vann sterkan útisigur á Fjölni í Olísdeild kvenna í dag en með sigrinum náði ÍBV að jafna Fram að stigum í 3. sæti deildarinnar.
Markahæst í liði Fjölnis var hún Berglind Benediktsdóttir en hún skoraði 8 mörk en næst á eftir henni var Andrea Jacobsen sem skoraði 6 mörk. Arna Þyrí Ólafsdóttir skoraði 5 mörk og Díana Ágústsdóttir skoraði 4 mörk.
Sandra Erlingsdóttir fór mikinn í liði ÍBV og skoraði 11 mörk í dag og var lykileikmaður í sóknarleik liðsins. Næst markahæst á eftir Söndru var Greta Kavaliuskaite með 6 mörk. Karólína Lárussdóttir og Kristrún Ósk skoruðu síðan 5 mörk hvor. Ester Óskarsdóttir skoraði 4 mörk.
Eftir leikinn er Fjölnir ennþá í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.
ÍBV með sigur á Fjölni
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

