Taldi þetta rétt skref á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Arnar Freyr Arnarsson er hér lengst til vinstri á myndinni að fagna öðrum af tveimur meistaratitlunum sínum með Kristianstad. Fréttablaðið/Guðmundur Svansson Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira